Jam.
Það var einn leikur v Fjölni upp í Grafarvogi áðan. Heldur stórt tap þrátt fyrir mikinn varnarleik hjá okkur. Margt gott en samt ekki nógu gott. Allt um leikinn hér:
- - - - -
Mótherjar: Þróttur v Fjölnir
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.
Dags: Mánudagurinn 6.nóv 2007.
Tími: kl.18.30 - 20.00.
Völlur: Nýja Fjölnis gervigrasið (við hliðina á Egilshöll).
Dómari: Þjálfari Fjölnis tók þetta, var nokkuð góður (þrátt fyrir smá væl í okkur).
Aðstæður: Örugglega einn af fyrstu leikjunum á þessum nýja velli - geðveikur völlur, grasið greinilega nýtt og gott - smá kuldi en ekkert til að væla yfir, sérstaklega ekki ef þú varst inn á á fullu!
Úrslit: 0 - 6.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins: - - -
Mörk: - - -
Liðið: Orri í markinu - Emil og Mikki bakverðir - Sindri og Gylfi miðverðir - Davíð Hafþór og á köntunum - Tolli og Arnar Már á miðjunni - Davíð Þór og Daníel Örn frammi. Varamenn: Hákon, Matthías, Kommi, Kristó og Daði Þór.
Almennt um leikinn: Þrjú mörk í hvorum hálfleik hjá Fjölnis mönnum og þar af þrjú mjög ódýr og nánast gjöf og önnur þrjú þar sem vantaði örlitla baráttu hjá okkur. Unnum samt frekar vel á köflum en vantaði allan kraft fram á við. Vantaði að menn færu alla leið og kæmu með þegar við sóttum. Fannst móttakan líka á köflum slök. Orri átti flottann leik og Kommi og Danni gerðu hvað þeir gátu fram á við. Grátum þetta ekki enda mætti Fjölnir með virkilega sterkt lið. Vinnum í móttöku, þolinu og kraftinum þangað til í næsta leik.
- - - - -
þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er æfing hjá B liðinu í kvöld?
kv Viktor.G
er æfing hjá A-hóp í kvöld
Skrifa ummæli