Jebba.
Leikur snemma í gærmorgun á afar frosnu gervigrasinu og napurt.is úti! Klassa sigur hjá okkur sem við getum verið ánægðir með. Tvær tæklingar (reyndar löglegar) settu sinn svip á leikinn, en allt um hann hér:
- - - - -
Mótherjar: Þróttur 3 v KR 1.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B / C lið!
Dags: Laugardagurinn 24.nóv 2007.
Tími: kl.9.30 - 11.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómari: Kallinn tók etta sóló, ansi góður þótt ég segi frá, tók meir að segja aftur smá snapp!
Aðstæður: Völlurinn sjálfur var skelfilegur, s.s.frosinn og harður, smá kuldi í lofti en slapp þegar leið á leikinn.
Úrslit: 3 - 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1.
Mörk: Tryggvi 3.
Maður leiksins: Tryggvi.
Liðið: Krissi í markinu - Mikki og Hákon á köntunum - Daði og Gylfi Björn miðverðir - Davíð Hafþór og á köntunum - Kristó og Sindri á miðjunni - Anton Sverrir og Tryggvi frammi. Varamenn: Hrafn og Matthías.
Frammistaða:
Krissi: Vel á tánum og kom vel frá leiknum.
Mikki: Flottur leikur - tók allann leikinn og fyrir utan eina-tvær staðsetningar gerði hann allt perfect.
Hákon: Sama hjá Hákoni, tók allann leikinn - hefði mátt vera meiri "killer" í sumum návígum en annars fínasti leikur.
Daði: Snilldar frammistaða - fær að fara framan næst - en batt saman vörnina með Gylfa eins og á að gera það.
Gylfi: Bjóst ekki við honum í leikinn en algjör snilld að hann mætti - át alla bolta og var nánast alltaf mættur á réttum stað.
Dabbi: Var virkilega ánægður með hann - sérstaklega frammi í seinni. Óheppinn að setjann ekki en það kemur pottþétt í næsta leik.
Emil: Átti fínan leik á kantinum - kom sér í fullt af færum en hefði mátt vera fljótari að klára. Það er svo sama með hann, Dabba og Hrafn - þurfa bara að mæta aðeins betur og þá er ekki að spyrja að framhaldinu.
Kristó: Ekki að sjá að maðurinn hafi mætt lítið að undanförnu, í fanta formi og á milljón allan leikinn. Átti líka eitt beckham horn sem bróðir hans átti að skora úr.
Sindri: Nokkuð sprækur í miðjunni í byrjun, en meiddist og kom ekki aftur inn á.
Anton: Var duglegur að draga sig inn á miðjuna, kannski of duglegur. En mikið í boltanum en hefði átt að ná nokkrum skotum á markið - var grimmur, sem sást vel í einni tæklingunni!
Tryggvi: Ekki lengi að stimpla sig inn - gríðarlega sterkur og hættulegur og hefði í raun átt að skora 2 í viðbót.
Hrafn: Var flottur á miðjunni - fékk loksins að sjá hann í leik - hljóp sig oft frían en óheppinn að fá hann ekki - þarf nú bara að æfa eins og ljónið.
Matthías: Klassa innkoma - greinilega búinn að vinna í móttökunni - og barðist líka vel eins og vanalega.
Almennt um leikina: Í heildina var ég afar ánægður með leikinn (eins og svo oft þegar við vinnum!) en menn voru ákveðnir og greinilega á því að selja sig dýrt. Við héldum boltanum nokkuð vel en vorum samt ekki að spila honum nógu vel niðri. Vantaði oft vídd og þegar hún kom þá sendum við eiginlega alltaf beint innfyrir í staðinn fyrir út á kant. Finnst við líka enn geta bætt okkur í talinu, hvetja meira og kalla menn til að dekka og biðja um boltann. En samt flottur leikur og bara spennó að sjá hvað við gerum í næsta leik.
- - - - -
laugardagur, 24. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
tryggvi ertu að ööögraa mér
Það stendur Mikki og Hákon á köntunum, ...
Djö, kemst ekki á æfingar á mánudögum, er alltaf í trommutíma klukkan 19:00
Dabbi H.
meinti túbu tíma
Dabbi H
HAHAHAHA
nei djók en hvað er túba?
Skrifa ummæli