laugardagur, 8. desember 2007

Leikur v Leikni - sun!

Jamm.

Seinni leikurinn v Leikni var í gær, sunnudag. Vorum seinir af stað en kláruðum leikinn nokkuð örugglega. En samt fullt af hlutum sem við þurfum að gera betur. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 4 v Leiknir 2.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.

Dags: Sunnudagurinn 9.des 2007.
Tími: kl.13.00 - 14.30.
Völlur: Egilshöll.

Dómari: Kallinn var virkur okkar megin, en Doddi hefði mátt vera meir á tánum leiknismegin!
Aðstæður: Alltaf snilld að keppa í Egilshöll.

Úrslit: 4 - 2
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 3 - 2, 4 - 2.
Mörk:
Flóki - Tolli - Tryggvi - Danni Örn.
Maður leiksins: Danni Örn.

Liðið: Orri í markinu - Símon og Viktor bakverðir - Nonni og Daði miðverðir - Starki og Kommi á köntunum - Tolli og Danni Örn á miðjunni - Tryggvi og Flóki frammi. Varamenn: Jóel, Stefán Tómas og Krissi.

Almennt um leikina:
Fyrir utan að byrja ekki leikinn á milljón (eins og við klikkum alltaf á) þá vorum við hálfgerðir klaufar fram á við. Við spiluðum þröngt, héldum boltanum of mikið, gáfum litla vídd og áttum of margar feilsendingar. En við kláruðum aftur á móti færin okkar afar vel, vörðust af krafti og kláruðum dæmið.

- - - - -

Engin ummæli: