Já.
Þrátt fyrir vel "svellaðann" gervigrasvöll þá tókum við æfingaleik v FH. Langt síðan við öttum kappi við þá. Nokkuð skemmtilegur leikur þó þeir hafi séð um að skora öll mörkin í seinni hálfleik. Allt um það hér:
- - - - -
Mótherjar: Þróttur 0 - FH 3.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.
Dags: Sunnudagurinn 20.jan 2008.
Tími: kl.12.20 - 13.40.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómari: Kallinn var nokkuð seigur en leyfði fh-ingum soldið að djöflast á adda og fleirum.
Aðstæður: Veðrið var fínt en völlurinn vægast sagt vafasamur. Mikill klaki á honum og boltinn rúllaði illa.
Úrslit: 0 - 3.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Maður leiksins: Kristófer.
Liðið: Orri í markinu - The Viktors bakverðir - Kristófer og Jónmundur miðverðir - Davíð Hafþór og Emil Dagur á köntunum - Sindri Þ og Starkaður aftari miðja - Arnar Kári fremri miðja/aftari sókn - Kommi einn frammi. Varamenn: Hrafn, Tryggvi, Óskar, Mikki og Davíð Þór.
Frammistaða:
Orri: Var vel á tánum og svípaði vel,
Viktor G: Góður leikur - hefði mátt vera aðeins ákveðnaði í þriðja markinu!
Viktor Berg: Topp frammistaða.
Kristó: Klárlega í svaðalegu formi þrátt fyrir að hafa sést lítið hjá okkur að undanförnu - greinilega vel tekið á því í h-boltanum.
Jónmundur: Flottur leikur - vann boltann vel, tapaði ekki spretti, en hefði mátt gera betur í öðru markinu.
Davíð H: Ágætis leikur - gerði allt rétt.
Emil Dagur: Gerði margt vel - átti 1-2 skot og alltaf mættur tilbaka.
Starki: Fór soldið út út stöðu - en var nokkuð seigur í dag.
Sindri Þ: Prýðilegur leikur - er á góðu róli, eflist með hverjum leiknum.
Arnar Kári: Alltaf í boltanum en það hefði mátt koma meira út úr því.
Kommi: Sást lítið í dag - spurning hvort það hentaði okkur að vera með einn frammi!
Hrafn: Gerði margt virkilega vel, vann boltann vel og skilaðu honum nokkuð vel frá sér - hefði mátt bjóða sig oftar.
Davíð Þór: Hefði mátt komast meira inn í leikinn, en fékk þó boltann nokkuð oft. Hefði viljað sjá hann fara oftar sjálfur alla leið.
Tryggvi: Djöflaðist en náði ekki að klára dæmið - í fanta formi en vantaði kannski smá upp á leikæfinguna.
Óskar: Vantaði soldið að skila sér tilbaka í vörninni - en lét boltann rúlla betur en oft áður.
Mikki: Nokkuð góð innkoma, vanaði aðeins upp á staðsetningu tvisvar sinnum en það reddaðist.
Almennt um leikinn: Ætla ekkert að missa mig neitt á þessu tapi, þó ég sé orðin soldið þreyttur á að tapa alltaf á sjálfstrausti og baráttuleysi á móti jafnsterkum liðum. En þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem við sóttum vel og átum alla bolta tilbaka, þá duttum við einhvern veginn alveg niður í seinni. Menn ýtu ekki eins vel út úr vörninni, buðu sig illa eða ekkert fyrir næsta mann og hreinsuðum ekki boltanum eins og skyldi. Afar lítið spil var í gangi og stundum var eins og menn spörkuðu bara eitthvert! Hver leikmaður þarf að hugsa um hvernig hann fannst honum standa og hvað þarf að laga!
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli