sunnudagur, 13. janúar 2008

Æfingaleikur v Fylki - sun!

Já.

Sem sé tap fyrir Fylki í gær, sunnudag. Var ekki að sjá það fyrir mér í stöðunni 3 - 1 og við að sækja. En svona getur gerst þegar hausinn er ekki alveg í lagi allar 80 mínúturnar. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 3 - Fylkir 5.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.

Dags: Sunnudagurinn 13.jan 2008.
Tími: kl.13.00 - 14.30.
Völlur: Egilshöll.

Dómari: Kallinn var svaðalegur og Egill mágur ekki síðri.
Aðstæður: Alltaf snilld að keppa í Egilshöll.

Úrslit: 3 - 5.
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Gangur leiksins:
1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 3 - 2, 3 - 3, 3 - 4, 3 - 5.
Mörk:
Tolli - Árni Freyr - Flóki.
Maður leiksins: Tolli.

Liðið: Krissi í markinu - Kobbi og Daði bakverðir - Bjarki Þór og Úlli miðverðir - Stebbi T og Danni Örn á köntunum - Tolli og Bjarki B aftari miðja - Árni Freyr fremri miðja/aftari sókn - Flóki einn frammi. Varamenn: Orri, Símon, Davíð Þór og Sindri Þ.

Frammistaða:

Krissi: Flottur hálfleikur - varði oft afar vel - gat lítið gert í markinu.
Kobbi: Flottur í bakverðinum - vantaði að losa sig betur á kantinum - kom lítið út úr honum þar.
Daði: Vantaði að vera aðeins öruggari á boltann - en flottur varnarlega.
Bjarki Þór: Snilldar fyrri hálfleikur - datt svo niður í seinni.
Úlli: Sama hér - átti alla bolta í fyrri - fannst vanta að binda vörnina betur saman í seinni.
Stebbi T: Þvílíkt nettur fyrri hálfleikur - mikið í boltanum og bjó til fullt af hlutum - sást lítið í seinni eins og svo margir aðrir.
Danni Ö: Djöflaðist á kantinum en vantaði aðeins upp á að sendingarnar færu alla leið inn fyrir á samherja - en overall nokkuð góður leikur.
Tolli: Fanta vinna og flott mark.
Bjarki B: Stjórnaði spilinu vel - hefði mátt færa boltann betur - vantaði að skjóta á markið 1-2 - en annars þokkalegur leikur.
Árni Freyr: Átti góðan leik í heildina - og markið var bara tær snilld.
Flóki: Soldið einmanna frammi - en átti ég veit ekki hvað marga spretti - óheppinn að koma sér ekki í fleiri góð færi - en átti eitt afar flott mark.

Orri: Varði 2-3 sinnum alveg ótrúlega - gat lítið gert í mörkunum, nema kannski vera búinn að garga á menn að dekka lausu mennina!
Símon: Tók vel á því í bakverðinum - hefði kannski getað komið meira með framm.
Dabbi: Fékk úr litlu að moða í seinni - gerði það sem hann gat.
Sindri: Vantaði kannski aðeins upp á að vinna betur miðsvæðið - en barðist vel og fór á fullu í tæklingar.


Almennt um leikina:
Gríðarsvekkjandi að tapa leiknum - byrjuðum nokkuð vel þrátt fyrir að fá á okkur nokkuð ódýrt jöfnunarmark. Við vorum vel á tánum í fyrri, á undan í flesta bolta og sóttum meira en þeir. Við horfðum of mikið á og létum þá hafa of mikinn tíma á boltann. Það vantaði allt tal og alla samvinnu í seinni hálfleik. Við ýttum afar illa út, það var lítil hreyfing og það fór sem fór. Lærum af þessu.

- - - - -

Engin ummæli: