Sæler.
Völlurinn rétt slapp í gær, Ævar og Diddi voru oftast inní í reit og menn tóku vonandi vel á í spilinu. Viktor mættur sprækur aftur og vonandi verður hnéð á Bolla í key-inu.
Það eru fimleikar hjá B hóp í kvöld, miðvikudag (og æfing á venjulegum tíma hjá A hóp).
- Fimleikar - Fimleikasalurinn niður í Þrótti - kl.19.00 - 20.00.
Þetta er snilldar tækifæri til að vinna í liðeika, samhæfingu, styrk ofl. Þetta verða um 6-8 skipti og rukka ég menn bara þegar öll skiptin eru búin (ca.300kr á skipti).
Fáum að klæða okkur í meistaraflokksklefanum (nr.1). Ekki skylda að vera í þröngum fimleikaklæðnaði! Mæta bara rétt fyrir sjö!
Sjáumst sprækir,
Ingvi - 8698228.
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæll meistarar. gottetta að engin hafi opnað á sér munninn í gær og látið okkur vita af spurningakeppninni í kvöld!! Fimleikaæfingin á samt alveg að sleppa (menn rjúka bara í sturtu aðeins fyrr og dobbla múttu að skutla sér upp í tónabæ). en þetta er verra fyrir örnólf. pössum etta næst. en djö, aldrei var svona mikið í gangi þegar ég var í tíunda. ræðukeppni, nema hvað, skólahreysti, ball með páli óskari, skólapeysur og ég veit ekki hvað og hvað. .is
spurningakeppnin byrjar kl 7 svo ég sleppi fimleikunum í þetta skiptið!!!
Kv Stevie TV
Skrifa ummæli