Laugardaginn 26.janúar höldum við Þróttarar og aðrir nærsveitarmenn í dalinn og blótum Þorranum. Þorramaturinn kemur frá Múlakaffi sem eru snillingar í þess háttar veigum. Blótið verður í félagsheimilinu og er dagskráin sem hér segir:
kl 18.30 Húsið opnar
kl 19.30 Borðhald hefst, bæði þorramatur og pottréttur, veislustjórn í höndum Kristjáns Kristjánssonar
- Ræðumaður kvöldsins - nánar á næstu dögum
- Mælt fyrir minni kvenna
- Mælt fyrir minni karla
- Stóra vísnakeppni Þróttar- Ceres 4 kemur sterkur inn.
- Fjöldasöngur
- Uppboð á glænýrri treyju og bolta sem leikmenn Liverpool árituðu sérstaklega fyrir Þrótt
- Böddi Dalton tekur lagið
- Jafnvel fleiri köttuð atriði.
Þorrablót Þróttar er á kr 4.900 (visa/euro tímabil) per mann/konu
Miðapantanir og borðapantanir eru hjá Láru 580-5900 á mill kl 8-16,husverdir@trottur.is og Ásmundi 580-5907 á milli kl 8-16, asiv@trottur.is, við hvetjum sérstaklega foreldra og foreldraráð í Þrótti til að taka höndum saman og gera sér glaðan dag í fyrra var fullt hús - tryggið ykkur miða í tíma.
- - - - -


Engin ummæli:
Skrifa ummæli