Jamm.
Greinilegt að menn voru hungraðir í leik í gær - við kláruðum dæmið og gerðu allir sitt, og sumir meira til. Nú þurfum við bara að fá fleiri leiki og spila okkur saman í gang. Allt um leikinn hér.
- - - - -
Mótherjar: Þróttur 6 - Fylkir 0.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B/C lið.
Dags: Mánudagurinn 18.feb 2008.
Tími: kl.20.00 - 21.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómari: Kallinn var eiginlega geggjaður en klikkaði samt einu sinni eða tvisvar.
Aðstæður: Loksins aðstæður til að taka leik, völlurinn auður og veðrið nokkuð gott.
Úrslit: 6 - 0.
Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Mörk: Tryggvi - Símon 2 - Davíð Þór - Emil Dagur - Hrafn.
Maður leiksins: Jónmundur.
Liðið: Orri í markinu - The Viktors bakverðir - Kristófer og Jónmundur miðverðir - Hákon og Matthías á köntunum - Símon og Jóel á miðjunni - Davíð Þór og Tryggvi frammi. Varamenn: Hrafn, Óskar, Mikki og Emil Dagur.
Frammistaða:
- sjá gróflega í annarri færslu!
Almennt um leikinn: Við byrjuðum frekar rólega og við erum að tala um að það mátti eiginlega heyra saumnál detta á vellinum - það er svo fáránlegt hvað við erum slakir að tala og láta næsta mann vita.
En við vöknuðum aðeins og settum meiri kraft í leikinn. Tryggvi var alltaf "on" og prjónaði sig í gegn eins og hann átti eftir að gera oft í leiknum. Þeir voru með hættuleg horn en við náðum að loka á allt annað með góðum varnarleik.
Við verðum að vera búnir að sjá betur fyrir hvað við ætlum að gera við boltann, og vera rólegri á boltanum (t.d. eins og maður á að vera í steina reit!). Hornin okkar voru líka góð.
En yfir höfuð, klassa sigur.
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)


Engin ummæli:
Skrifa ummæli