þriðjudagur, 15. apríl 2008

Leikur v Leikni - mán!

Jamm.

Tókum leikinn við Leikni, degi seinni út af snjónum. En menn komu nokkuð gíraðir til leiks og kláruðu verkefnið. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Leiknir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: B lið.

Dags: Mánudagurinn 14.apríl 2008.
Tími: kl.20.30 - 21.50.
Völlur: Leiknisgervigras.

Dómari: Flottur dómari og línuverðirnir sluppu alveg.
Aðstæður: Orðið nasty kalt fyrir utan völllinn þegar leið á, en völlurinn sjálfur afar góður.

Úrslit: 3 - 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Mörk: Daníel Örn 2- Flóki.
Maður leiksins: Anton E.

Liðið:

Anton E í markinu - Daði og Starki bakverðir - Jónmundur og Úlli miðverðir - Kommi og Tolli á köntunum - Anton Sverrir og Bjarki B á miðjunni - Gulli og Flóki frammi. Varamenn: Daníel Örn - Stefán Tómas - Símon - Jóel - Arnar Kári - Tryggvi.

Frammistaða:

Anton E: Yfirburðar leikur.
Daði: Spilaði yfirvegað eins og vanalega en vill fara að sjá meira sóknarleik hjá bakvörðunum okkar!
Starki: Klárlega fljótasti leikmaðurinn á vellinum í gær - át alla bolta.
Jónmundur: Klassa leikur - en vantar enn að stjórna betur.
Úlli: Öflugur varnarlega og líka duglegur að koma með boltann upp, bara meira svoleiðis.
Kommi: Hélt boltanum aðeins of lengi á köflum - þarf líka að passa hvernig hann stendur þegar hann fær boltann (þ.e. ekki með bakið í völlinn) en annars nokkuð góður leikur.
Tolli: Var seigur, og flott þegar kantmennirnir svissa um kant í miðjum leik, megum gera meira af því.
Bjarki: Virkilega flottur leikur á miðjunni - maður sá mikinn mun á spilinu þegar hann var farinn út af.
Anton S: Tók "hauk og hall" á etta og át menn á miðjunni, fínn leikur á móti gömlu.
Flóki: Skilaði sínu, en hefði viljað sjá annað mark í einu færinu.
Gulli: Sama hér og hjá Komma, hélt boltanum stundum of mikið - en var mikið í boltanum og barðist vel í þær 30 mín sem hann keppti.

Tryggvi: Kom með mikið power í leikinn og var gaman að prófa spila með 3 frammi, vinnum meira í því.
Addi: Var ekki alveg að finna sig vinstra meginn - en kom sér meira inn í leikinn sem fremsti maður.
Stebbi: Súper innkoma og leysti bakvörðinn auðveldlega.
Símon: Sama hér, getur spilað allar stöður á vellinum og átti fína innkomu í gær.
Jóel: Leysti miðjustöðuna vel og var duglegur að spotta lausa menn, rúllaði boltanum vel.
Danni: Frábær innkoma, setti tvö (þriðja markið var algjör klassi).


Almennt um leikinn:

Við mættum klárir í gær - var ánægður með spilið - við reyndum meira en vanalega að spila menn uppi - og finna menn úti á vængjunum ofl.

Það vantaði samt að draga sig aðeins betur út og reyna að sleppa að hnoðast endalaust upp miðjuna!

Við áttum mun fleiri fyrirgjafir en vanalega en það vantaði aðeins fleiri skot á markið.
Við áttu enn hættuleg horn og erum við á góðri leið að mastera þau.

Þannig í heildina nokkuð flottur leikur, svo bara að klára Víkinga eftir ca. eina og hálfa viku.

- - - - -

Engin ummæli: