miðvikudagur, 14. maí 2008

Fim!

Jó.
Það er frí á æfingu í dag hjá B hóp, en hvetjum alla að kíkja á leik nr.2 hjá mfl:

- Breiðablik v Þróttur - Kópavogsvöllur - kl.19.15.

Við lofum sautján sinnum betri leik en á laugardaginn! Reynið að draga mömmu og pabba með :-)

Það er svo síðasta æfing fyrir leik á morgun, föstudag - sýnum góðan karakter og mætum allir þannig að við verðum ready á móti Fjölni á laugardaginn!

Sé ykkur,
Ingvi og co.

p.s. hérna er svo smá tilkynning frá stjórninni í sambandi við grasvellina:

- - - - -

Verndum grasið

Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar beinir þeim tilmælum jafnt til barna og fullorðinna að fara ekki inn á grasvelli félagsins nema á skipulagðar æfingar. Skipulagðar æfingar í yngri flokkunum á grassvæðum félagsins hefjast ekki fyrr en í júní. Grasið á völlunum er viðkvæmt og þolir ekki nema takmarkað álag. Það er af þeim sökum sem vellirnir eru lokaðir utan þeirra tíma þegar þar er verið að keppa eða æfa.

Sérstaklega óskar stjórnin eftir góðri samvinnu við foreldra í þessu efni og biður þá að ítreka við börn sín að nota grasvellina ekki í leyfisleysi. Vissulega er ekkert eðlilegra en að börn og unglingar sem á annað borð hafa knattspyrnuna sem áhugamál, vilji grípa hvert tækifæri til að æfa sig, en við æskjum þess að foreldrar reyni að beina þeim annað en á hinu viðkvæmu grasvelli félagsins.

Í þessu sambandi má benda á að öllum Þrótturum er heimilt að koma á gervigrasvöllinn hjá Laugabóli - þegar sá völlur er ekki upptekinn.

Með von um góða samvinnu þannig að allir geti hafið grasæfingar á tilsettum tíma þann 9. júní,
Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en meigum við fara á vellinina í júní þegar þeir opna fyrir æfingar hjá okkur, því gervigrasið er hörmung og eyðileggur hné, ökla o.fl
-Tolli

Nafnlaus sagði...

Hvar er Laugaból?
Bjarmi

Nafnlaus sagði...

gervigrasvöllurinn sem við æfum á heitir laugaból

Nafnlaus sagði...

kemst ekki á æfingu á morgunn er að fara út á land!!!
kv Viktor g

Nafnlaus sagði...

Félagshúsið heitir Laugaból!

Nafnlaus sagði...

ja tad munar nefnilega rosalega miklu!