laugardagur, 3. maí 2008

Jepp!

Sæler.

Vonandi höfðuð þið það gott um helgina.

Eldra árið er greinilega að læra eins og ljónið - set það sem skýringu fyrir gríðarslakri mætingu á fyrstu g...æfingu árins í gær, laugardag. Vissi samt ekkert af Antoni S, Tolla og Gumma og þurfa þeir klárlega að setja upp þennan svip ef þeir ætla að sleppa við þetta!

Nett baráttuleysi, slök mæting á æfingar í vikunni og smá óheppni að koma boltanum inn - voru, að ég held, aðal ástæður fyrir 4-0 tapi á móti Fjölni á laugardaginn. Það var ekki að sjá að við værum slakara liðið þannig að þetta var frekar skrýtinn skellur.

Dóri er að klára Víkingsleikinn (er nýr í essu, gefum honum sjens) og þessi leikur verður kominn inn á morgun.

En mánudagur á morgun - set inn planið í fyrramálið, er ekki alveg klár á hvort við æfum í einu lagi eða tvennu og hvort eldra árið æfi jafnvel fyrr að deginum - verður komið inn fyrir hádegi.

Farinn í bíó á ironman (veit, vafasamt).
Heyrumstum,
Ingvi og co.

- - - - -

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æfing hja a í dag ?

Unknown sagði...

Hvernig var Iron Man???

kv. Dóri Halldórs.