Rvk mótinu laug í gær með leikjum við Fjölni - eins og svo oft þá finnst mér að við hefðum átt að klára báða leikina og fara heim með 6 stig - en eins og svo oft áður þá slökuðum við á í lokin og niðurstaðan eitt jafntefli og eitt naumt tap. Allt um það hér:
- - - - -
Mótherjar: Fjölnir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: B lið.
Dags: Laugardagurinn 17.maí 2008.
Tími: kl.14.30 - 15.50.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómari: Hákon og Kiddi/Rúnar K - virkilega ánægður með þá.
Aðstæður: Veðrið sweet en kominn tími á grasið!
Úrslit: 1 - 1.
Mörk: Arnar Kári.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Maður leiksins: Orri fær það (tók tvo leiki í röð og bjargaði okkur nokkrum sinnum í dag).
Liðið:
Orri í markinu - Daði og Stebbi bakverðir - Úlli og Bjarki Þór miðverðir - Kommi og Addi á köntunum - Einar Þór og Gulli á miðjunni - Anton Sverrir fyrir framan miðjuna - Flóki frammi. Varamenn: Tolli, Tryggvi og Kristófer.
Frammistaða:
Orri: Bara fínn leikur, sérstaklega miðað við að hann tók A liðs leikinn líka.
Daði: Leysti hægri bakk eins og ekkert væri - fínn leikur.
Stebbi: Virkilega góður leikur - er farinn að fíla hann meir og meir í þessari stöðu!
Úlli: Sterkur og djöflaðist eins og vanalega.
Bjarki Þór: Gaf sig allann í þessar auka 15 mín sem hann keppti.
Kommi: Átti nokkuð góðan dag.
Addi: Spilar varla leik án þess að setja hann þessa daganna, ánægður með hann.
Einar Þór: Snilld að fá hann í byrjun leiks - átti miðjuna með gulla og antoni.
Anton Sverrir: Barðist vel og var mikið í boltanum, en fannst hann pirra sig stundum of mikið og var soldið mikið í "hnoðinu" við andstæðingana!
Gulli: Sama hér, kom sér soldið oft í einhvers konar bögg við fjölnismennina, en boltalega var hann með betri mönnum á vellinum, mikill kraftur í kallinum.
Flóki: Oft verið betri, vantar að vinna betur með hinum senternum, meiri samvinnu þeirra á milli.
Tryggvi: Duglegur en vantaði fá betri sendingar til að klára.
Tolli: Tók miðvörðin og gerði það mjög vel.
Kristó: Fékk nokkrar mínútur í lokinn og var bara mjög öruggur.
Almennt um leikinn:
Við vorum klaufar að klára ekki þennan leik - við vorum manni fleiri allann seinni hálfleikinn en náðum ekki að yfirspila þá og klára færin. Í heildina vorum við að spila vel, við áttum færri slakar sendingar en vanalega og bjuggum okkur til fullt af færum.
Markin þeirra var af ódýrari gerðinni, fengum boltann yfir okkur og gleymdum manninum okkar. Mér sýndist við ekkert fara í neitt rugl þrátt fyrir að menn voru orðnir soldið æstir.
Við fórum aðeins meira upp Komma megin og hefðum mátt koma Adda meir inn í leikinn. Hefðum líka mátt ýta betur út, verð að koma með fleiri æfingar sem hjálpa okkur að laga þetta.
Þeir fengu frekar góð færi í lokinn þannig að í raun getum við verðið sáttir með stigið, en samt ekki!
Við vorum klaufar að klára ekki þennan leik - við vorum manni fleiri allann seinni hálfleikinn en náðum ekki að yfirspila þá og klára færin. Í heildina vorum við að spila vel, við áttum færri slakar sendingar en vanalega og bjuggum okkur til fullt af færum.
Markin þeirra var af ódýrari gerðinni, fengum boltann yfir okkur og gleymdum manninum okkar. Mér sýndist við ekkert fara í neitt rugl þrátt fyrir að menn voru orðnir soldið æstir.
Við fórum aðeins meira upp Komma megin og hefðum mátt koma Adda meir inn í leikinn. Hefðum líka mátt ýta betur út, verð að koma með fleiri æfingar sem hjálpa okkur að laga þetta.
Þeir fengu frekar góð færi í lokinn þannig að í raun getum við verðið sáttir með stigið, en samt ekki!
- - - - -
Mótherjar: Fjölnir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: C lið.
Dags: Laugardagurinn 17.maí 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.40.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómari: Vésteinn og Kristó - stóðu sig afar vel.
Aðstæður: Sama og áðan, veðrið flott en menn farnir að hlakka til að fara á alvöru gras!
Úrslit: 4 - 5.
Mörk: Tryggvi, Sindri, Daníel Örn og Ólafur Frímann.
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Maður leiksins: Kristófer.
Liðið:
Flóki í markinu - Mikki og Viktor B bakverðir - Kristó og Hrafn miðverðir - Símon og Krissi á köntunum - Kobbi og Sindri á miðjunni - Daníel Örn og Tryggvi frammi. Varamenn: Davíð Þór, Davíð Hafþór, Matthías, Óskar, Dagur Hrafn, Ólafur Frímann og Daði (í sínum fyrsta 3.fl leik).
Frammistaða:
Flóki: Reddaði okkur og tók markið - gat lítið gert í mörkunum, nema kannski étið 1-2 fyrirgjafir!
Mikki: Var með öflugan leikmann í fjölni á sér en leysti það mjög vel. Skilaði boltanum líka vel frá sér.
Viktor B: Bara vel solid leikur.
Kristó: Allt í öllu í vörninni - taka hann fáir í spretti eða öxl í óxl. Hefði samt mátt gera betur í fimmta markinu þeirra!
Hrafn: Er að koma vel út í miðverðinum, enda "turn-týpa". Bara æfa eins og maður, þá er stutt í B liðið hjá honum.
Símon: Ágætisleikur - meira með á nótunum en oft áður - þarf bara að vera óhræddur að fá boltann og halda honum aðeins.
Krissi: Stríddi fjölnismönnum oft og kom vel út á kantinum. Er með mikinn bolta í sér og flott að fá hann í útileikmannahópinn.
Kobbi: Prýðis leikur á miðjunni.
Sindri: Ánægður með hann á miðjuni, og eigum við ekvað að ræða markið hans!
Danni: Setti eitt, en fékk fleiri færi sem ég hefði viljað sjá inni.
Tryggvi: Tók fyrri hálfleik og var nokkuð öflugur. Hefði mátt "bonda" meira við Danna og búa til fleiri færi saman!
Dabbi Þ: Oft verið betri, vantaði meiri power og að biðja um boltann meira.
Dabbi H: Kom bara vel út á kantinum. Er snöggur og þarf bara að nýta hraðann sinn meira.
Matti: Var í góðum málum þanngað til að hann meiddist illa á hendi.
Óskar: Fín innkoma, rúllaði boltanum betur en oft áður.
Óli F: Afar seigur í seinni og setti flott mark.
Dagur: Prýðis innkoma. Hefði mátt fara oftar sjálfur alla leið. Skjóta meira á markið.
Daði: Tók miðvörðin og átti varla feilspor.
Almennt um leikinn:
Þetta endaði sem þvílíkur markaleikur - við komumst í 4-2 og þá hugsuðu menn að þetta væri komið. En svo var (auðvitað) ekki og við gáfum þeim í raun 3 mörk og niðurstaðan þriðja tapið með eins marks mun :-(
Við klikkuðum á dekkningu í tveimur mörkum og svo hefðum við bara átt að koma boltanum langt burtu í öðrum tveimur! Svo einfalt var það í raun.
Við vorum með afar öflugt lið en einhvern veginn trúum við ekki að við getum klárað dæmið. Held að það sé soldið stór partur af þessum þremur töpum.
Þeir voru með tvo frekar öfluga stráka frammi sem voru duglegir að pressa á okkur. Við leystum það yfirleitt vel en misreiknuðum okkur samt eitthvað og fengum á okkur mark.
Varamenn verða líka að vera virkilega ready þegar þeir komu inn á. Held nú samt að það hafi verið raunin í dag. Held að skiptingarnar hafi komið ágætlega út.
En þýðir ekkert að gráta þetta, lærum bara af þessu. Og nr.1 er að mæta inn á völlinn og hugsa með sér að við klárum leikinn. Ef allir 11 hugsa svona þá vinnum við alla leiki.
- - - - -
Þetta endaði sem þvílíkur markaleikur - við komumst í 4-2 og þá hugsuðu menn að þetta væri komið. En svo var (auðvitað) ekki og við gáfum þeim í raun 3 mörk og niðurstaðan þriðja tapið með eins marks mun :-(
Við klikkuðum á dekkningu í tveimur mörkum og svo hefðum við bara átt að koma boltanum langt burtu í öðrum tveimur! Svo einfalt var það í raun.
Við vorum með afar öflugt lið en einhvern veginn trúum við ekki að við getum klárað dæmið. Held að það sé soldið stór partur af þessum þremur töpum.
Þeir voru með tvo frekar öfluga stráka frammi sem voru duglegir að pressa á okkur. Við leystum það yfirleitt vel en misreiknuðum okkur samt eitthvað og fengum á okkur mark.
Varamenn verða líka að vera virkilega ready þegar þeir komu inn á. Held nú samt að það hafi verið raunin í dag. Held að skiptingarnar hafi komið ágætlega út.
En þýðir ekkert að gráta þetta, lærum bara af þessu. Og nr.1 er að mæta inn á völlinn og hugsa með sér að við klárum leikinn. Ef allir 11 hugsa svona þá vinnum við alla leiki.
1 ummæli:
Good brief and this enter helped me alot in my college assignement. Thanks you on your information.
Skrifa ummæli