föstudagur, 2. maí 2008

Leikur v Fjölni2 - laug!

Já.

Við gerðum ekki alveg nógu góða ferð upp í Grafarvog á laugardaginn - á köflum vorum við samt alveg inn í leikjum og ekki að sjá að þeir væru búnir að skora á okkur - en lítið að gerast frammi og niðurstaðan tap - allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Fjölnir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: C lið.

Dags: Laugardagurinn 3.maí 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.40.
Völlur: Fjölnisgervigrasið.

Dómari: Topp dómari (þekki hann meir að segja) sem tók etta sóló.
Aðstæður: Flottar, nokkuð hlýtt þrátt fyrir smá rigningu, og völlurinn súper.

Úrslit: 0 - 4.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Maður leiksins: Sindri.

Liðið:

Orri í markinu - Viktor B og Matti í bakverðinum - Daði og Sindri miðverðir - Stebbi og Hrafn á köntunum - Kommi og Danni Ö á miðjunni - Davíð Þór og Símon frammi. Varamenn: Óskar, Viddi, Seamus og Siggi T.

Frammistaða:

Orri: Varði eiginlega alla erfiðu boltana virkilega vel en hefði mátt taka betri ákvarðanir í öðru og þriðja markinu!
Viktor: Flottur leikur – í fanta formi en klikkaði samt á einni og einni sendingu.
Daði: Las leikinn flott eins og vanalega, kláraði fullt af sóknum fjölnismanna - óhepppinn í fjórða markinu.
Sindri: Afar duglegur allann leikinn - var með bestu mönnum í dag - vonandi að hnéð verði svo í lagi.
Matti: Leysti bakvörðinn nokkuð vel – vantar samt enn að sjá menn betur og skila honum betur til þeirra.
Stebbi T: Átti flottar rispur, sérstaklega á miðjunni í seinni – en vantaði að koma með betri fyrirgjafir í lokin.
Kommi: Fanta sprækur þrátt fyrir innanhússkóna og að hafa verið dregin upp í grafarvog óundirbúinn.
Danni Ö: Var duglegur en fann sig kannski ekki alveg á miðjunni - var samt duglegur í leiknum.
Hrafn: Gerði fullt af góðum hlutum - en virðist svo alveg detta úr leiknum þess á milli - þarf að taka "rooney" á etta allann leikinn - ekki bara hér og þar!
Símon: Fannst vanta meiri kraft í kallinn – kom sér samt í nokkur færi í fyrri sem hefðu mátt vera inni. Má vera miklu duglegri að biðja um boltann og láta vita hvar hann vill fá hann.
Dabbi Þ: Soldið svipað og hér fyrir ofan hjá Símoni – vantar meiri "killer" í hann.

Óskar: Vantaði að taka færri snertingar, en var annsrs fullt í boltanum. Þarf líka að passa upp á sinn mann betur.
Seamus: Djöflaðist vel frammi en hefði mátt fá úr meiru að moða.
Viddi: Var "temmilegur" á vinstri kantinum - kom boltanum vel frá sér en hefði mátt fara meir sjálfur.
Siggi T: Varla feill í bakverðinum – flott að fá hann inn í "etta".


Almennt um leikinn:

Við mættum með sterkt lið og var ég að vona að menn myndu nú virkilega sýna hvað í þeim býr. Það heppnaðist svona lal en þetta var frekar spes leikur - þeir yfirspiluðu okkur alls ekki þótt tölurnar sýna það kannski! Fengum á okkur tvö mörk í hvorum hálfleik, alla veganna tvö af ódýrari gerðinni - eiginlega gjafir! En þess á milli var leikurinn í járnum.

Við bjuggum okkur til nokkur færi en ekkert svakalegt samt. Það vantaði alveg að menn sýndu frumkvæði og gerðu eitthvað. Helst Kommi sem reyndið eitthvað. Og sem fyrr þá vantaði allt tal í okkar leik.

Fleiri punktar! Hefðum mátt passa nr.9 betur, hann var þeirra skæðasti maður. Það vantaði meiri aðstoð, að hjálpa næsta manni. Vantaði að biðja um boltann meira: vilja fá hann!

Menn börðust þó ágætlega en við verðum líka að hafa meira gaman af hlutunum. Vinnum í því og klárum síðasta leikinn í mótinu, sem er eftir tvær vikur.

- - - - -

Engin ummæli: