Nokkuð vel mætt í gær þrátt fyrir að nánast allir í Laugó hefðu skellt sér á ball (sem byrjaði ansi snemma I have to say). Kem með sumarplanið aftur á morgun fyrir þá sem mættu ekki í gær.
En það er leikur ársins í kvöld, miðvikudag (man.utd v chelsea í úrslitum meistaradeildarinnar kl.18.30 í Moskvu) þannig að ...
... það er frí á æfingu. (veit ekki hvort leikurinn verði niður í Þrótti, veit, slakt - ég næ því miður ekki að reyna að plögga það í dag). Leikurinn er reyndar ÓRUGLAÐUR þannig að menn búa bara til gott fótboltapartý í heimahúsum - eða bara kíkja á hann með mömmu og pabba :-)
Held að ég segi bara áfram .... Man.Utd. Tek það samt á mig!
Við hittumst svo á morgun, fimmtudag - engin æfing hjá mfl þannig að við tökum góðann pakka, örugglega frá kl.16.30-19.00.
Bis morgen,
Ingvi og Dóri
- - - - -
P.s. Við erum komnir með okkar eigin hirðljósmyndara (steinar pabbi símonar) þannig að við ætlum að reyna að fá góðar myndir í "action" af öllum leikmönnum, auk þess að ná fullt af myndum í leikjum hjá okkur. Ekki slæmt. Set hér tvö dæmi (svo voru tvær myndir í bæklingnum):

Ansi góður stökkkraftur hjá Kristó, nær mér næstum!

Kobbi klárlega að fara taka manninn á.
1 ummæli:
Tok MAnninn Í Drasl !!
Skrifa ummæli