Eigum við ekvað að ræða leikinn áðan - tvö mörk á hundruðustuognítjándu mínútu. Svekkjandi að fara á klóið á þeirri mínútu! Hefði samt viljað sjá Króatíu áfram, þeir eiga besta miðjumanninn í keppninni!
En það er helgin, við tökum alveg frí á æfingum - frekar fámennt í vikunni, og líklegast fámennara um helgina. Stefnum bara að komast aftur í gírinn eftir helgi, spánarfarar mæta líka á klakann á morgun.
En það er svaka dagskrá á laugardalsvellinum á morgun, laugardag - „Dagur kvennaknattspyrnu“ verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn og er hátíðin verður í tengslum við landsleik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvellinum. Dagskráin hefst kl. 12:30 og byrjar landsleikurinn svo kl.14.00. Við ætlum að skella okkur saman á leikinn (með kvennaflokkunum í Þrótti) og hittast 13.40 niður í Þrótti (líka hægt að mæta fyrr og taka þátt í dagskránni) og kíkja á landsleikinn.
Sjáum ykkur vonandi á morgun, annars á mánudaginn.
Ingvi og Dóri.
- - - - -
Dagskrá
12:30 Hátíð á Laugardalsvelli (Andlitsmálun, Knattþrautir, Grillaðar pylsur, Hoppukastali).
14:00 Ísland – Slóvenía.
Mætum öll og styðjum við bakið á stelpunum okkar!
Ísland á EM!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli