föstudagur, 27. júní 2008

Helgin!

Ble.

Fjöldinn á æfingunni í dag, föstudag, gerði það að verkum að hver leikmaður tók ca.60 skot á kallinn! Flóki var með bestu nýtinguna (20 kvikindi) en Kommi var rétt fyrir aftan hann með 18 (heimtaði líka fá endurtalningu). En það má benda á að kjappinn var aðeins skárri en vanalega á milli stangana!

Silli var með comeback, sem var snilld. Handboltagaurar voru á síðustu æfingu fyrir svíþjóðarferðina, sem er á sunnudaginn. Koma svo aftur viku seinna (og eftir það verður fótboltinn væntanlega nr.1,2 og 3).

A liðið tók sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hugins í kvöld 6 - 0. Ekki slæmt það og fjórði sigurinn í höfn.

Ég er svo búinn að uppfæra markaskorarar og nánast alla leiki (skuldum bara fh leikinn í lok maí og íbv leikinn).

Og þar með er skollið á helgarfrí (líka hjá a hóp held ég) en við mælum með eftirfarandi hlutum um helgina:

1. Að vinna í veitingasölunni á tónleikum Sigurrósar og Bjarkar á morgun, laugardag. Þetta er prýðileg fjáröflun fyrir leikmenn - en þið getið unnið ykkur inn 5000kr. Bara senda bara sms á Ása framlvæmdarstjóra (661-1758) og boða komu sína. Mæting verður um kl 15.30 og líkur vinnunni um kl 23.00.

2. Að mæta á Þróttur v Valur í mfl á sunnudaginn á Valbirni kl.14.00 - möst að standa sig í þeim leik.

3. Að sjá Þýskaland v Spánn í úrslitum EM á sunnudaginn á rúv kl.18.45 - Veit svei mér ekki með hverjum ég held í þessum leik!

4. Að tana vel ef sólinn verður enn í "action"!

En svo er það bara mánudagurinn. Æfing + bíó hjá B hóp :-)
Góða helgi.
Ingvi og Dóri.

- - - -

1 ummæli:

Matti sagði...

ég kem í bíóið

Matti