fimmtudagur, 10. júlí 2008

Íslandsmótið v Leikni!

Ja hérna.

Það fór heldur betur ekki eins og við ætluðum okkar í gær - mættum til leiks eftir að hafa tapað stórt fyrir KR á þriðjudaginn og ætluðum að snúa við blaðinu. Því var ekki snúið við vægast sagt - allt um leikinn hér:

- - -

Mótherjar: Leiknir.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Fimmtudagurinn 9.júlí.
Tími: kl.19.00 - 20.20.
Völlur: Suðurlandsbrautin.

Dómari: Massa redding í dag eins og fyrr daginn, en Hjálmar K slapp alveg og á inni greiða hjá kallinum. Kristó og Úlli eru svo framtíðarlínuverðir og feitur plús í kladdann fyrir að redda okkur.
Aðstæður: Ansi heitt í veðri og völlurinn soldið þurr, en samt góður.

Staðan í hálfleik: 0 - 4
Úrslit: 0 - 9.
Maður leiksins: Tryggvi.

Liðið:

Snæbjörn Valur í markinu - Viktor G og Sindri bakverðir - Tolli og Hrafn miðverðir - Bjarki Steinn og Emil Dagur á köntunum - Kommi og Flóki á miðjunni - Daníel Örn og Tryggvi frammi. Varamenn: Arnar Kári, Stefán Tómas, Jóel, Kristján Orri og Óskar.

Frammistaða:

Allt fyrir neðan miðast við seinni hálfleik!

Menn hafa oft spilað betur - Snæbjörn hélt boltanum illa og fékk hann tvisvar sinnum yfir sig. Bjargaði okkur reyndar nokkrum sinnum.

Allt of rólegt var yfir sumum leikmönnum, menn verða að sýna smá grimmd, fara í manninn sinn, garga og fara í boltann á fullu. Við erum komnir í 3.flokk!

Framherjar fengu úr litlu að moða en vantaði samt upp á móttökuna hjá sumum. Við fengum samt okkar færi sem hefði verið snilld að klára en vorum óheppnir nokkrum sinnum.

Allt of fáir voru að berjast á fullu. Menn sem komu inn voru ekki alveg í gírnum.

Og varnarleikurinn í heild var eiginlega skelfilegur í einu orði sagt!

Almennt um leikinn:

Veit ekki hvar skal byrja strákar. Þið vitið það alveg sjálfir hvað þetta var slakt í gær strákar, þarf svo sem ekki að telja það allt upp. En við tökum þetta auðvitað á okkur líka - hérna eru punktarnir sem við röbbuðum um í morgun:

- Slakur varnarleikur:

- Slakur undirbúningur

- Stöður á vellinum:

- Val á liðinu:

Svo er bara að vinna í þessum atriðum! Upp með hausinn og mæta klárir í næsta leik. Klárt?

- - - - - -

Engin ummæli: