fimmtudagur, 14. ágúst 2008

ATH!

Sælir drengir.

Veit ekki hvort einhverjir hafi farið á leikinn, ég skellti mér alla veganna - og bara nokkuð góð skemmtun. FH-ingar vissulega í slæmum málum fyrir seinni leikinn, en voru á köflum virkilega flottir, en eins og við á miðvikudaginn þá klikkuðu þeir illa varnarlega í þremur mörkum!

Á æfinguna okkar í kvöld mættu 9 leikmenn (og þar af eru 3 forfallaðir á morgun). Við eigum síðasta leikinn í vikunni annað kvöld (fös) v Breiðablik2 á heimavelli og þurfum á góðum leik til að ná sigri í þessum síðasta leik vikunnar (bara 1 stig komið úr síðustu tveimur leikjum). Ég spyr bara: "Er hægt að gera kröfu um súper leik þegar meira en helmingur af leikmönnum eru af einhverjum ástæðum ekki á æfingunni daginn fyrir leik"?

Ég veit að álagið í vikunni er búið að vera mikið, og ég heyrði í einhverjum leikmönnum fyrir æfinguna í kvöld EN ... ég er ekki alveg nógu sáttur!

Þarf að melta hópinn betur fyrir morgundaginn - set hann inn í kringum hádegi.
En hann er kl.19.00, væntanlega á tbr.
Segjum það,
Ingvi

- - - - -

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

var að vinna.. sry :/

- Viktor Berg

Nafnlaus sagði...

og ég kemst að keppa á mrgn.

- Viktor Berg