miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Ísl mót v Fjölni2 - mið!

Sælir.

Veit ekki hvað skal segja um þennan leik - vorum afar flottir á köflum, börðumst og komum okkur í nokkuð góð færi. En sofnuðum svona svakalega ca.6 sinnum í vörninni! Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: Fjölnir2.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Miðvikudagurinn 13.ágúst
Tími: kl.20.00 - 21.20.
Völlur: Suðurlandsbrautin.

Dómari: Kári Snædal, sem oft hefur verið betri (alla veganna var etta ekki víti)! En við vælum ekki yfir því. Bjarki B og Arnþór voru svo flottir á línunni.
Aðstæður: Menn voru ekvað að kvarta undan "Suddanum" í kvöld en mér fannst hann alveg sleppa. Veðrið var svona lala.

Staðan í hálfleik: 0 - 4.
Úrslit: 1 - 6.

Maður leiksins: Leifur (þurfum að kaupa hann frá usa).
Mörk: Tryggvi (eftir afar netta sendingu frá mikka).

Liðið:

Krissi í markinu - Stefán T og Tolli bakverðir - Kristó og Daði Þór miðverðir - Addi og Mikki á köntunum - Kommi og Hreinn Ingi á miðjunni - Anton Sverrir og Tryggvi frammi. Varamenn: Flóki, Leifur, Viktor Berg, Símon og Daníel Örn.

Frammistaða:

Menn börðust flestir nokkuð vel í dag, en slakur varnarleikur í nokkrum atriðum hjá okkur gerði útslagið. Einhverjir voru hugsanlega að spila undir getu og ef fleiri en 2-3 leikmenn gera það þá tapast leikir yfirleitt.

Kristó var nokkuð öflugur en sofnaði á verðinum í horninu, og í fjórða markinu þeirra. Tolli og Anton áttu aftur góðann leik, (en Tolli átti það til að rekja boltann aðeins of langt). Leifur kom virkilega sterkur inn og gaman að sjá hann loksins "in action". Kommi nokkuð sprækur en kom kannski lítið bitastætt frá honum. Fínt mark hjá Tryggva - aðrir hafa oft verið betri.


Almennt um leikinn:

Frekar skrýtinn leikir. Með meira skapi, meiri aga, og kannski smá meiri undirbúningi, þá hefðum við gert mun betur en raun ber vitni.

Við fengum á okkur afar ódýr mörk, ég veit að það þarf ekki að segja ykkur þetta, en maður má ekki sofna á verðinu eitt andartak. Hérna eru nokkrir punktar um mörkin:

Mark 1: Framherji fjölnis keyrði á okkur og fékk í raun að labba í gegn og skora!
Mark 2: Víti (sem var klárlega lögleg tækling hjá Kristó).
Mark 3: Sundurspilaðir, förum frá okkar manni til að taka annan mann og á endaum er einn fjölnismaður frír!
Mark 4:
Beint úr horni, dekkning misstókst.
Mark 5: Fer yfir miðvörð, fjölnismaður kemst í gegn, nær valdi á boltanum og klárar.
Mark 6: - Man ekki -

Mér sýndist vinnslan hjá okkur vera í lagi, þeir voru líka á fullu allann tímann og gáfu lítið færi á sér.

Við þurfum líka að klára færin okkar betur - mér finnst alltof mörg færi fara forgörðum, eitthvað sem við þurfum að laga ef það er ekki of seint!

Kantmennirnir okkar voru lítið í boltanum, við hefðum mátt vanda okkur betur á þeirra þriðjung, of margar feilsendingar. En áttum fleiri skot en vanalega.

Svona er etta - vantaði kannski að fleiri hjá okkur tryðu því að við hefðum getað unnið. Þurfum að "boosta" upp sjálfstraustið hjá okkur, við erum með svo flottann hóp og flott lið að við eigum að vera ofar í töflunni en raun ber vitni. En klárum leikinn á föstudaginn og sjáum hvar við stöndum fyrir síðasta leikinn, aight.

- - - - -

Engin ummæli: