mánudagur, 11. ágúst 2008

Ísl mót v Selfoss - mán!

Já.

Við skelltum okkur austur og kepptum við Selfoss. Ætluðum okkur þrjú stig en fórum bara heim með 1! Allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Selfoss.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Mánudagurinn 11.ágúst
Tími: kl.19.00 - 20.20.
Völlur: Selfoss-gervigras.

Dómari: Nokkuð gott og ungt dómaratríó, stóðu sig frekar vel.
Aðstæður: Smá "svekk" að vera á gervigrasinu - en flott veður og völluinn svo sem fínn.

Staðan í hálfleik: 1 - 1
Úrslit: 1 - 1

Maður leiksins: Kristján Orri.
Mörk: Tryggvi (og starki - nei þetta var illa gert).

Liðið:

Krissi í markinu - Daði og Starki bakverðir - Kobbi og Kristó miðverðir - Kommi og Símon á köntunum - Anton Sverrir og Tolli á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi. Varamenn: Úlli, Stefán Tómas, Daníel Örn og Viktor G.

Frammistaða:

Flestir voru á ca.80% gasi í þessum leik - var samt ekkert rosa óánægður með neinn einstakan leikmann. Krissi átti svaðalegan leik í markinu og bjargaði okkur rosalega 2-3 sinnum. Anton og Tolli voru duglegir á miðjunni (en ekvað pirraðir). Úlli var líka flottur eftir man.utd skólann, og eins átti Kobbi mjög solid leik.

Almennt um leikinn:

Byrjuðum af nokkrum krafti og komumst í 1-0 eftir stuttann tíma. Reyndar fengum við á okkur jöfnunarmarkið stuttu seinna, ef það hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá held ég að við hefðum tekið þennan leik og klárað hann, þrátt fyrir deddarana þeirra.

Við fengum okkar færi en eins og fyrri daginn áttum við fáar fyrirgjafir og ekki var mikið um skot.

Við virkuðum daufir í byrjun og náðum ekki alveg að stjórna leiknum eins og við vildum.

Það vantar líka of oft hjá okkur að senter komi og fái boltann í lappir, skýli boltanum og komi honum aftur á mann fyrir framan sig. Bakverðirnir okkar voru líka of varnarsinnaðir og komu lítið með í sókn, ekki einu sinni til að taka innköstin!

Vörnin var nokkuð save í dag, og björguðu nokkuð vel 1-2 sinnum.

Í heildina frekar bragðdaufur leikur - á góðum degi hefðum við klárað þetta lið örugglega, en 1 stig heim í dalinn!

- - - - -

Engin ummæli: