sunnudagur, 31. ágúst 2008

Sun - keila og læti!

Sælir meistarar.

Það er staðfest, ég verð krýndur keilukóngur í dag! Planið er sem sé að gera sér glaðan dag í dag, sunnudag. Laser tagið var enn og aftur bókað (geymum það aðeins) en í staðinn er það alvöru keilumót, eitthvað gúff og svo ferð á HK v Þróttur (ef menn komast):

- Keilumót B hóps - Keiluhöllin, Öskjuhlíð - kl.16.00.

- Gúff á Subway - ca.kl.17.20.

- HK v Þróttur - Kópavogsvöllur - kl.18.00.

Það kostar 600kr í keilu, ca.1000kr á subway, og svo redda ég ykkur inn á leikinn. Reynið að sameina í bíla - þurfum alla veganna 2-3 bíla eftir keiluna, og í gúffið og á völlinn.

Vona að sem flestir komast. Mæta bara með "your a-game" því kallinn er skuggalega heitur í keilunni þessa daganna (dóri hefur þrisvar sinnum farið í keilu þannig að engin hætta þar).

Annars bara stemmari.
Sjáumstum á eftir.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

komst ekki var að vinna...

- Viktor Berg