sunnudagur, 30. september 2007

Halló halló!

Sælir strákar.

Dobblaði Örnólf að "dissa" blogcentral síðuna þannig að við höldum tryggð við blogspot :-) Vonandi fjölmenna allir á uppskeruhátíðina og úða í sig kökum (kallinn verður reyndar bara í vatninu).

En þetta verður sem sé bloggsíða flokksins, auk þess sem við verðum líka að uppfæra þróttarasíðu flokksins fljótlega (ferskar myndir af leikmönnum og svoleiðis).

- En fyrsta æfing tímabilsins verður á þriðjudaginn (2.okt) kl.19.30 – 21.00 á gervigrasinu – í lok hennar fá leikmenn upplýsingar um æfingatíma ofl.

- Á fimmtudaginn kemur (4.okt) er foreldrafundur niður í Þrótti þar sem farið verður yfir ýmis atriði tímabilsins (áherslur, æfingatímar, frístundarkortið ofl). Hvetjið foreldra til að mæta og byrja nýja tímabilið vel! Fundurinn er kl.19.00 og verður eflaust í stóra salnum.

Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
Verið duglegir að láta þetta berast.

Kv, Örnólfur (696-1188) og Ingvi (869-8228).

Engin ummæli: