sunnudagur, 30. september 2007

Haustferð yngra árs!

Jæja drengir

Þá er komið að ferðinni! Það er mæting kl.11.00 niður í Þrótt á laugardaginn kemur (6.okt). Við leggjum svo í hann fljótlega eftir með rútu (og ferðin tekur u.þ.b. 90 “kúlur”). Við munum svo koma í bæinn um kl.16.00 á sunnudeginum. Við búumst við nánast fullri mætingu, verðum örugglega um 30 + þjálfaracrew.

Ferðin kostar 3.500kr (sem fer að mestu í rútuna, sundið, verðlaun og smá mat, og greiðist við brottför). Ingvi, Egill og Kiddi sjá um “pakkann”, auk Helga og Katrínar (foreldrar Nonna). Verið er (eins og fyrri daginn) að reyna dobbla Eyma “”!

Þið þurfið að passa að vera með allan hlífðarfatnað kláran, því við verðum eitthvað úti auk þess að við komum með að hreyfa okkur talsvert (jú jóel) þannig að gott er að hafa einnig auka föt til skiptanna (sjá the list)

Þá sjáumst við bara eldhressir á laugardaginn,
Kveðja,
Ingvi – Egill - Kiddi og foreldrar Nonna.

- - - - -

“Bring along”:

- Svefnpoka eða sæng.
- Dýnu + kodda.
- Utanhúsíþróttadót.
- Ljóta sundskýlu (koma svo) + handklæði – snyrtibuddu með tilheyrandi dóti!
- Hlý föt + aukaföt til skiptana (ekki klikka á þessu).
- Stígvél / gönguskó / kuldaskó!
- Hárband (eins og vanalega).
- 3 Nesti - (= hádegismatur + kaffi á laug + morgunmatur á sun).
- Eitthvað chill dót (myndavél, andrés, ipod o.þ.h).
- Og að sjálfsögu netta skapið.

“Who´s coming”:

Klíkan (3) : Ingvi – Egill – Kiddi.

Bókaðir (29) : Kristján Einar – Jón Kristinn - Anton Sverrir - Arnar Kári – Arnþór Ari - Daði Þór - Davíð Þór – Kristófer - Mikael Páll – Orri - Stefán Tómas – Tryggvi - Úlfar Þór – Þorleifur - Viktor Berg – Árni Freyr – Daníel Örn – Hrafn – Hákon – Matthías – Anton Helgi – Jóel – Sigvaldi H – Kristján Orri – Guðmundur Andri – Valgeir Daði – Reynir – Sindri Þ – Kevin Davíð.

Eftir að skrá (1) ? Arianit.

Komast ekki (2) : Stefán Karl – Kormákur.

“The Plan”:

Laugardagur:

11.00 Mæting niður í Þrótt – lagt af stað.
12.30 Komið á staðinn – komið sér fyrir – dregið í lið.
13.00 Hádegisgúff (nýr teygjuleikur).
13.30 Hreyfing (ferskar keppnir niður á endalaust stóra túninu).
15.30 Kaffi og chill.
16.00 Sundbolti í sundlauginni á Húsafelli!
18.00 Hreyfing (b-ball – fúsball – skólakeppni).
19.00 Kvöldmatur.
20.00 Varðeldur og söngur (arnþór og mikki leiða).
21.00 “Kvöldvökukaffi”.
22.00 Ræma - sem egill “plöggar” (ólöglega) og nammigúff (silli í eplinu).

Sunnudagur:

08.30 Útihlaup fyrir áhugasama (nýta nýja úrið maður)!
09.30 Wake up – morgunmatur - aðeins að pakka dótinu.
10.00 Ratleikur (klikkaði í fyrra - bókað núna).
12.00 Hádegisbakarísgúff.
12.30 5 v 5mót í fótbolta – vegleg verðlaun fyrir ýmsar frammistöður (t.d. keppa gummi og tolli í lengsta skotinu framhjá).
14.30 Smá kaffi + Lagt af stað í bæinn.
16.00 Komið í bæinn.

Annað sem hægt er að dunda í: Kubb spilið – Krikkett – Golf (chipp og pútt) ofl.

Engin ummæli: