sunnudagur, 18. nóvember 2007

Æfingaleikir v KR og ÍA - sun!

Jamm.

Skelltum okkur sem sé upp á skaga í dag með eitt lið. ÍBV komst ekki þannig að við tókum sitthvorn æfingaleikinn v ÍA og KR. Topp dagur, sjá hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur v ÍA og Þróttur v KR.
Tegund leiks: Æfingaleikir.
Lið: B lið.

Dags: Sunnudagurinn 18.nóv 2007.
Tími: kl.14.00.
Völlur: Gervigrashöllin upp á Akranesi.
Dómari: Nokkur pör sem stóðu sig nokkuð vel (tek algjörlega á mig snappið í KR leiknum).
Aðstæður: Grasið sjálft afar gott en ertu að grínast hvað var kalt þarna inni!

Úrslit v ÍA: 2 - 1.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Gangur leiksins:
1 - 0, 2 - 0, 2 - 1.
Mörk:
Flóki 2.

Úrslit v KR:
4 - 2.
Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 2 - 2, 3 - 2, 4 - 2.
Mörk:
Flóki - Tolli - Arnar Kári - Daníel Örn.

Liðið: Orri í markinu - Viktor og Jónmundur bakverðir - Arnar Kári og Nonni miðverðir - Stefán Tómas og Símon á köntunum - Diddi og Tolli á miðjunni - Flóki og Jóel frammi. Varamenn: Davíð Þór, Jóel og Jakob Fannar.

Almennt um leikina:
Í heild var þetta bara nokkuð flott hjá okkur - leikmenn voru langflestir að standa fyrir sínu en við kannski slökuðum allir aðeins á í hálfleikjum tvö og þrjú. En við fórum á fullu í tæklingar og tókum vel á móti ía-mönnum og kr-ingum í þeirri deild. Við losuðum okkur vel og náðum oft að snúa vörn í sókn og keyra á þá. Við settum mörg glæsileg mörk og ef við spilum svona áfram þá erum við í góðum málum. Margir góðir leikmenn voru heima að þessu sinni - og sýna bara hvað þeir geta í næsta leik. Líf og fjör.

- - - - -

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skoraði líka ! :) ekki gleyma því
kv. Arnar Kári

Nafnlaus sagði...

flott úrslit

Nafnlaus sagði...

vel gert