Jamm.
Það var nett áðan. Snilld að fá höllina til að sprikla smá. Menn reyndar soldið ryðgaðir í 5 v 5, þó sérstaklega ég. Bjarki B, Viktor B, Krissi B (djók), Hrafn og Úlli tóku mótið, reyndar bara á tveimur mörkum. Danni Ben þótti fara heldur of oft í tæklingar (þær eru bannaðar innanhús sko) og Ævar heyrðist mér taka smá snapp!
Flóki, Addi og Emil tóku svo bíókeppnina með 10 rétta, reyndar eitthvað vafasamir, en nettir engu að síður. Pedsuhöllin stóð sig bara nokkuð vel að þessu sinni en ég þarf greinilega að vera með meiri úrval í gosinu næst!!
Alla veganna, B hópur tekur síðustu æfinguna fyrir jól, á morgun, föstudag:
- Hádegisæfing - Gervigrasið - kl.13.30 - 15.00.
Pásum hlaup og sund en tökum hressa æfingu á grasinu. A hóps menn kíkja á síðuna hans Örnólfs - en g.jól ef ég sé ykkur ekki.
Svo bara allsherjar jóla"stöff", og 29.des í Egilshöllinni.
Sjáumstum,
Ingvi
- - - - -
fimmtudagur, 20. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli