Jess sir.
Síðasta æfingin fyrir jólafrí var í dag hjá B hóp. Hefði nú viljað sjá fleiri en vissi af mönnum í jólastússi og svona. Menn tóku misjafnlega á því, appelsínugulir soldið á hælunum og ég tók eitt snapp! Megum ekki detta í "gefast upp pakkann" - finnst sumir detta of fljótt í "labbið" þegar illa gengur - ef við erum með of marga svoleiðis leikmenn í alvöru leik er ekki að spyrja að leikslokum - við vinnum í þessu eftir áramót.
En það er sem sé komið jólafrí hjá B hóp (en a hópur hittist á morgun). Menn eru svo klárir á jólamótinu upp í Egilshöll, laugardaginn 29.des (set allt um það fljótlega). En einnig væri snilld ef menn hreyfðu sig aðeins og tæku æfingarnar sem eru hér neðst í færslunni.
Vona svo að menn hafi það massa gott í fríinu, slaki á og gúffi vel. Tek svo á mig full væmið jólakort í ár :-/
Heyrumst svo,
Ingvi - 8698228.
p.s. ef hagkaupspeningarnir eru ekki komnir inn hjá ykkur má hringja í mig og ég heyri svo í Ása framkvæmdarstjóra.
- - - - -
Æfing 1: Útihlaup - 10 hægt, 3 mín hratt, 3 mín hægt, 3 mín hratt, 3 mín hægt. + Styrktaræfingar.
Æfing 2: Sparkvöllur - 60 mín - 5 v 5!
Æfing 3: Sund - 200m bringa - 100m skrið - 100m frjálst.
- - - - -
föstudagur, 21. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli