laugardagur, 1. desember 2007

Þróttur - Grindavík!

Jamm.

Það var einn leikur v Grindavík í gær. Veit ekki alveg hvernig við fórum að tapa með tveimur mörkum, og skora bara eitt sjálfir! En allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 1 v Grindavík 3.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B / C lið!

Dags: Sunnudagurinn 2.des 2007.
Tími: kl.14.30 - 16.00.
Völlur: ÍR-Gervigrasið.

Dómari: Tveggja dómara kerfi frá grindavík - nettir.
Aðstæður: Völlurinn nettur en smá kuldi í lofti.

Úrslit: 1 - 3.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3.
Mörk:
Símon.
Maður leiksins: Daði Þór.

Liðið: Orri í markinu - Hákon og Mikki bakverðir - Gylfi Björn og Viktor miðverðir - Símon og Kommi á miðjunni - Viktor Berg og Matti á köntunum - Davíð Hafþór og Davíð Þór frammi. Varamenn: Daði Þór, Krissi, Danni Örn, Sindri Þ og Jónmundur.

Almennt um leikina:
Ansi svekkjandi tap þar sem við vorum klárlega sterkari aðilinn. Menn klárlega með hugan við eitthvað annað en að massa þennan leik. Það vantaði að keyra sig út, fara á milljón í tæklingar og bruna til baka. Við fengum fullt af færum, sérstaklega í seinni hálfleik, til að komast yfir eða minnka munin. Vill að menn hugsi um sinn leik og hvort þið hafið virkilega verið ánægðir með ykkar spilamennsku, því það var aumt að tapa þessum leik.

- - - - -

Engin ummæli: