föstudagur, 22. febrúar 2008

Æfingaleikur v FH - fim!

Já.

Það voru tveir leikir v FH í gær. Stóðum okkur nokkuð vel í báðum leikjum en unnum einn og töpuðum einum. Allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 3 - FH 2.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.

Dags: Fimmtudagurinn 21.feb 2008.
Tími: kl.20.00 - 21.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Loksins mættu einhverjir að dæma hjá okkur - Hjörtur og Vési í öðrum flokk létu sjá sig og voru flottir.
Aðstæður: Völlurinn góður en það datt inn smá snjókoma í byrjun.

Úrslit: 3 - 2.
Staðan í hálfleik: 2 - 1.
Mörk: 2 sjálfsmörk (sorrý jóel) - Símon með sigurmarkið.

Maður leiksins: Viktor Berg.

Liðið: Orri í markinu - Mikki og Viktor Berg bakverðir - Jónmundur og Viktor G miðverðir - Dagur Hrafn og Símon á köntunum - Ólafur Frímann, Hrafn og Davíð Þór á miðjunni - Jóel frammi. Varamenn: Emil Dagur, Davíð Hafþór, Matthías og Óskar.

Frammistaða: Menn sýndu flestir nokkuð góða spretti - snilld að fá 4.flokks strákana aðeins inn í "etta" - þeir sem komu inn á, gerðu það afar vel. Óskar sýndi þvílíka tækni trekk í trekk, reyndar í bakverðinum en það slapp. Sáttur með alla í dag.

Almennt um leikinn:
Við komumst tvisvar sinnum yfir í leiknum en létum FH-ingana alltaf jafna. Sýndum samt massa karakter og börðumst þanngað til við settum sigurmarkið alveg í lokin. Vörnin var nokkuð þétt, og við sóttum af krafti, sérstaklega síðustu 15 mín. Boltinn hefði mátt rúlla aðeins betur á milli okkar, en vinnum í því. Bara snilldar sigur.

- - - - -

Mótherjar: Þróttur 1 - FH 2.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.

Dags: Fimmtudagurinn 21.feb 2008.
Tími: kl.21.00 - 22.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Kallinn tók etta sóló og var hrikalega nettur, fyrir utan 2 mínútur í seinni og kannski snappið í lokinn.
Aðstæður: Völlurinn góður og snjókoman var hætt þegar leikurinn var byrjaður.

Úrslit: 1 - 2.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Mörk: Danni Örn.

Maður leiksins: Árni Freyr.

Liðið: Snæbjörn í markinu - Daði Þór og Kobbi bakverðir - Einar Þór og Bjarki Þór miðverðir - Kommi og Stebbi T á köntunum - Arnar Kári og Bjarki B á miðjunni - Árni Freyr og Flóki frammi. Varamenn: Anton Sverrir, Kristó og Danni Örn.

Frammistaða:

Fannst of margir vera á bremsunni - miðjan náði sér ekki á strik í fyrri - Einar og Bjarki unnu nokkuð vel í miðverðinum en náðu ekki alveg að koma boltanum nógu vel frá sér. Árni var duglegur frammi, Anton var líka sprækur þegar hann kom inn á, Danni setti þvílíkt mark þrátt fyrir að hafa verið veikur alla vikuna. Aðrir voru á svona 75%!


Almennt um leikinn:
FH-ingarnar voru mun sprækari en við í byrjun leiksins, við létum ekkert heyra í okkur, vorum mikið í að bomba boltanum fram og svo vantaði aðeins í tæklingar og læti (það koma reyndar í lokinn). Þegar við fórum að halda boltanum betur og vanda sendingar fóru hlutirnar að gerast. Náðum að jafna en fengum á okkur ódýrt mark sem reyndist sigurmarkið! En með betri undirbúningi næst og þá búnir að spila oftar saman - þá gerum við betur.

- - - - -

Engin ummæli: