Ó já.
Við gerðum þokkalega góða ferð suður á Selfoss í dag. Þrátt fyrir daufan leik í heildina kláruðum við hann nokkuð örugglega og var ég ánægður með menn. Hérna er allt um leikinn:
- - - - - -
Mótherjar: Þróttur 3 - FH 2.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.
Dags: Laugardagurinn 23.feb 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.30.
Völlur: Gervigrasið á Selfossi.
Dómari: Nettur selfoss gaur sem tók etta sóló.
Aðstæður: Völlurinn afar góður en það var ansi kalt, sérstaklega þegar líða tók á leikinn.
Úrslit: 4 - 0.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Mörk: Danni Örn - Flóki - Davíð Þór 2.
Maður leiksins: Kormákur.
Liðið: Orri í markinu - Daði og Viktor G bakverðir - Kristó og Kobbi miðverðir - Starki og Jóel á köntunum - Addi og Kommi á miðjunni - Flóki og Danni Örn frammi. Varamenn: Símon, Davíð Þór og Viktor Berg.
Frammistaða:
Var melló hjá flestum, Orri vel á tánum í markinu, vörnin var traust en talaði lítið (að vanda). Kommi var virkilega duglegur og það sama gildir um Adda. Davíð Þór átti svo klassa innkomu og setti tvö.
Almennt um leikinn: Vorum ansi daufir í byrjun leiks - eitthvað andleysi yfir mannskapnum. Við vorum samt starkari aðilinn allann leikinn og hefðum átt að bæta við fleiri mörkum. Vantaði líka meira tal og feilsendingarnar voru nokkrar. Nokkuð góð vinnsla á mönnum, kláruðum mennina okkar vel og bjuggum til fín færi. Svo bara áfram með smjörið.
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mótherjar: Þróttur 3 - FH 2.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: C lið.
?
smá mistök ingvi:D
Skrifa ummæli