sunnudagur, 30. mars 2008

Ferðin!

Sælir

Það er frí í dag, sunnudag, hjá B hóp. Frábærir leikir í gær v ÍR, tveir sigrar :-) Mæli svo með að menn kíki á Liverpool vinna Everton um tvö leytið. Svo er mfl að keppa v Hauka í kvöld kl.19.00 í Egilshöll. Komin tími á að menn kíki á kallinn!

Heyrumst svo á morgun, mán.

En annað mál - frestur til að skrá sig í Spánarferðina rennur út í dag (sunnudaginn 30. mars). Skráningar sendist á ashildur@marel.is. Svo þarf einnig að greiða staðfestingargjald kr. 25.000 fyrir 2. apríl n.k. Þeir sem ætla að greiða með kreditkorti þurfa að gefa upp kortanúmer, gildistíma korts auk kennitölu og nafn korthafa. Annað hvort að senda upplýsingar í pósti eða hringja í síma 895-9240.

Reikningur til að leggja inn staðfestingargjaldið er: 1110-26-010708, kt: 100962-2769 (vinsamlegast senda kvittun á sama netfang). Ath. miðað við ástandið á gengismarkaðnum núna mun ferðin hækka í samræmi við það.

Ef einhverjar spurningar eru þá endilega hafið samband við Ásu (ashildur@marel.is - 895-9240).

- - - - -

Engin ummæli: