sunnudagur, 9. mars 2008

Fim!

Sælt verið fólkið!

Eldra ár: Í dag, fimmtudag, er unglingadómaranámskeið fyrir eldra árið - það er haldið í sal KSÍ (í stúku Laugardalsvallar) kl.17.30 - 19.30. Það er algjör skyldumæting á þetta - fundinn verður annar tími fyrir þá sem ekki komast - allir klára þetta dæmi. Bara mæta með góða skapið, veitingar verða í boði. 3.fl kvk, 2.fl kk og kvk verða líka á staðnum, auk einhverra foreldra. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í dómgæslu - Elstu flokkarnir í félaginu eru sem sé skyldugir til að mæta á þetta námskeið og er það hluti af starfinu hjá Þrótti.

Yngra ár: Ég er svo búinn að tala við Óskar handboltaþjálfara um að allir aðrir* á yngra ári í B hópi mæti á handboltaæfingu. Hún er kl.17.00 - 18.00 í höllinni - láta sjá sig þar og taka á því! (geymum tiltektina).

Allir æfa svo á morgun, föstudag. Og þá er líka afhending á á klósett- og eldhúspappírnum - frá kl. 17.00 – 19.00 - vera klárir á því.

Ok sör,
Sjáumst í dag.
Þjálfarar

p.s. veit af árshátíðinni í laugó, en menn geta hugsanlega mætt í einn og hálfan! Veit líka af skíðaferðinni, en held að menn verði komnir fyrir fimm!

* : Anton S - Danni Ö - Gummi A - Hákon - Hrafn - Matti - Mikki (meiddur) - Orri - Sindri - Stefán K (meiddir) - Viktor B - Úlfar - Þorleifur. Held að allir aðrir séu að æfa handbolta og mæta því hvort sem er :-)

- - - - -

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

verður þetta tveggja tíma æfing hjá öllum a og b. ?

Nafnlaus sagði...

ingvi ég er að fara í klippingu þannig ég kemst ekki á handboltaæfingu
kv.danniÖ

Nafnlaus sagði...

er ennþá hægt að panta klósetpappír?

Nafnlaus sagði...

hey. skil ekki fyrsta commentið en handboltaæfingin er held ég í klukkutíma, hjá yngra árs gaurum í B hóp. vafasamt danni - og já, held enn sjens þanngað til í kvöld að panta. .is

Nafnlaus sagði...

Ég er meiddur í ristinni og er haltur.
Ég er að fara til Ítalíu á laugardag og kem heim 27. mars

Nafnlaus sagði...

árshátíðin er kl 18:00

Nafnlaus sagði...

nei 18:30 :S