föstudagur, 7. mars 2008

Æfingaleikir v 4.fl kk - fim!

Yess.

Hafði planað að þeir sem ekki kepptu í gær á móti mfl kvk myndi taka þennan leik á móti sterki B liði 4.flokks - en þar sem að það voru tvær árshátíðir í gangi riðlaðist það plan aðeins, og sumir spiluðu því aftur í dag. En hér er allt um leikinn:

- - - - -

Mótherjar: 4.fl kk B lið.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið / C lið.

Dags: Fimmtudagurinn 5.mars 2008.
Tími: kl.18.00 - 19.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Ingvi og Dóri - úrvalsdeildarklassi.
Aðstæður: Ekki nógu spes, en völlurinn slapp vel.

Úrslit: 5 - 1.
Staðan í hálfleik: 3 - 1.
Mörk: Guðmundur Andri - Danni Örn 2 - Kormákur - Hrafn.
Maður leiksins: Úlfar Þór.

Liðið:

Orri í markinu - Gummi aftastur - Viktor G og Jónmundur stopperar - Matti og Emil Dagur á köntunum - Jakob Fannar, Hákon og Úlli á miðjunni - Hrafn og Daníel Örn frammi. Varamenn: Kormákur og Kristófer.

Frammistaða:

Menn voru ekki á fullu gasi í dag - ekki margir sem geta sagst hafa verið á hundrað - en vörnin var aftur þétt - og Úlli öflugastur á miðjunni.

Almennt um leikinn:


Mér fannst þeir spila boltanum betur - við tökum alltaf of margar snertingar á boltann og látum hann ekki ganga alveg eins og við viljum. Erum soldið í "hátt og langt"!
En við vorum að spila 3-5-2 þannig að það hafði hugsanlega eitthvað að segja. Hornin okkar voru virkilega góð í dag, flottir boltar hjá Úlla.

- - - - -

Engin ummæli: