Jess.
Mfl kvk vantaði leik og heyrði í okkur - við mættum með sterkt B lið til leiks og kláruðum leikinn örugglega, en samt vorum við ekki að spila eins og við eigum að gera. En allt um leikinn hér:
- - - - -
Mótherjar: Mfl kvk.
Tegund leiks: Æfingaleikur.
Lið: B lið.
Dags: Miðvikudagurinn 5.mars 2008.
Tími: kl.20.30 - 21.45.
Völlur: Leiknisgervigras.
Dómari: Ingvi (svaðalegur þrátt fyrir að svara í síminn einu sinn) og Kitta í fyrri, og svo Dóri (í gallabuxum) sóló í seinni.
Aðstæður: Geðveikt fótboltaveður, völlurinn góður, fljóðljós og smá raki.
Úrslit: 6 - 0.
Staðan í hálfleik: 5 - 0.
Mörk: Flóki 2 - Tolli - Kommi - Símon - Viktor G.
Maður leiksins: Anton E.
Liðið: Anton E í markinu - Viktor B og Viktor G bakverðir - Jónmundur og Úllli miðverðir - Stebbi og Tolli á köntunum - Danni Ö og Anton Sverrir á miðjunni - Flóki og Kommi frammi. Varamenn: Símon, Gummi, Starki og Orri.
Frammistaða:
Menn voru kannski ekki alveg á fullum krafti í dag - við verðum að venja okkur á að spila alltaf okkar bolta, allir á milljón og allir að spila fyrir félagann, sama á móti hverjum við erum að spila.
Allir í vörninni áttu nokkuð góðan dag, nema hvað það vantaði fullt upp á talið. Anton var öruggur í markinu en annars átti engin yfirburðardag!
Almennt um leikinn: Við byrjuðum með miklum krafti og vorum komnir í 2-0 eftir 5 mín. Svo slökknaði aðeins á okkur. Við náðum ekki alltaf að spila snökkt á næsta mann, sumir tóku of margar snertingar - eitthvað sem við ætluðum að passa sérstaklega.
Við reyndum of oft að fara í gegnum miðjuna þeirra, það vantaði virkilega að tala með sendingum sem og í vörninni, það vantaði fleiri skot og fyrirgjafir í fyrri hálfleiknum og víddinn hefði mátt vera meiri.
En við bjuggum okkur samt til fullt af færum, sem við náðum ekki að klára alveg nógu vel. Við þurfum að finna okkar menn betur inn í teig andstæðingsins. En þetta er allt að koma.
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli