miðvikudagur, 19. mars 2008

Leikur v Fylki - þrið!

Jess.

Síðasti leikurinn í "törninni" við Fylki var í gær, töpuðum með einu marki í miklum markaleik. Margt hefði mátt vera betur og ég veit að þið erum sammála að með meiri aga og undirbúning hefðum við klárað leikinn. En allt um hann hér:

- - - - -

Mótherjar: Fylkir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: C lið.

Dags: Þriðjudagurinn 18.mars 2008.
Tími: kl.17.00 - 18.20.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Jón Braga, og já, Danni Örn og Kommi á línunni - bara nokkuð nettir miðað við fyrsta skiptið.
Aðstæður: Nokkuð nett veður og völlurinn fínn.

Úrslit: 5 - 6.
Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Mörk: Davíð Þór - Arnar Kári 3 - Dagur Hrafn.
Maður leiksins: Arnar Kári.

Liðið:

Krissi í markinu - Viktor og Orri bakverðir - Úlli og Sindri miðverðir - Matti og Hákon á köntunum - Arnar Kári, Sigurður T (4fl) og Hrafn á miðjunni - Davíð Þór einn frammi. Varamenn: Jakob Fannar, Magnús Helgi (4fl) og Dagur Hrafn (4fl).

Frammistaða:

- Slugs, tek það á mig (langt síðan þetta hefur komið!)

Almennt um leikinn:

Í heildina vantaði meira skipulag hjá okkur og það að reyna að ná stjórn á leiknum. Við vorum alltaf of mikið að bomba boltanum eitthvert fram og vona að hann myndi lenda á okkar manni!

Menn verða að vera búnir að ákveða hvað þeir ætla að gera við boltann áður en þeir fá hann - við missum hann ansi oft eftir svoleiðis mistök.

Þeirra mörk voru sum af ódýrari gerðinni - en við gerðum samt vel að skora fimm mörk - og hefðum léttilega getað bætt við í lokin.

En ég hefði viljað sjá suma æfa betur vikuna fyrir leikinn - við erum með svo flottann hóp, synd að svo margir séu bara með æfingasókn upp á 60%. Lögum það og þá erum við í fínum.

- - - - -

Engin ummæli: