fimmtudagur, 13. mars 2008

Leikur v Fylki - sun!

Já.

Við byrjuðum Reykjavíkurmótið á hörkuskemmtilegum leik í gær. Þrátt fyrir smá vesen í undirbúningnum fyrir leikinn þá stóðum við okkur vel og hefðum átt að fá alla veganna stig út úr honum. En allt um það hér:

- - - - -

Mótherjar: Fylkir.
Tegund leiks: Reykjavíkurmótið.
Lið: B lið.

Dags: Sunnudagurinn 16.mars 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.20.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómari: Valli og Trausti, þokkalegasta par.
Aðstæður: Bilað gott veður og völlurinn skárri en oft áður.

Úrslit: 2 - 3.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Mörk: Flóki - Seamus (4.fl).
Maður leiksins: Starkaður.

Liðið:

Snæbjörn í markinu - Viktor G og Starki bakverðir - Jónmundur og Guðmundur Andri miðverðir - Símon og Kommi á köntunum - Tolli og Jóel á miðjunni - Flóki og Danni frammi. Varamenn: Viktor B, Viðar Ari og Seamus.

Frammistaða:

Snæbjörn: Klassa hálfleikur - kom vel út á móti og át allt.
Viktor G: Þvílíkt flottar 80 mín - öruggur og með fínar sendingar.
Jónmundur: Virkilega flottur leikur - en þarf að fara opna munninn meira.
Gummi: Flottur þrátt fyrir ca.50 mín í A liðs leiknum.
Starki: Á milljón allann leikinn - varði örugglega 15 skot - vantaði aðeins upp á touchið en kom ekki að sök.
Kommi: Flottur leikur, hélt boltanum samt full mikið á köflum.
Símon: Var stundum of mikið í "ballwatching" og vantaði að láta meira heyra í sér. En barðist vel og átti fínar rispur.
Tolli: Virkilega duglegur og með góða yfirferð - en vantaði að vanda sumar sendingar.
Jóel: Virkilega góður leikur á miðjunni - lét boltann rúlla vel og var með fínar staðsetningar.
Flóki: Hættulegur frammi og kom sér í fullt af færum - hefði samt átt að setja þrennu í dag!
Danni Ö: Duglegur - fann félagana yfirleitt vel, sérstaklega eftir að hafa fengið boltann með manninn í bakinu.

Orri: Varði oft virkilega vel - spurning með mörkin þrjú! - hefði alla veganna tekið eitt af þeim hefði hann verið með fulla mætingu í vikunni.
Viktor B: Fín innkoma, og var góður þrátt fyrir smá væl út af mjöðminni.
Viðar Ari: Flottur á vinstri kantinum, byrjaði rólega en kom sér svo meira inn í leikinn.
Seamus: Snilldar innkoma - fór í mennina á fullu og gaf ekki tommu eftir. og setti nett mark, hefði getað sett annað!


Almennt um leikinn:


Við vorum algjörir klaufar að vera ekki búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fengum hvert dauðafærið á fætur öðru - veit ekki hve oft við skutum beint í reyndar mjög góðan markmann fylkis.
Vörnin var góð en hefði mátt vera aðeins þéttari. Vantar enn að menn stjórni félaganum meira - við vorum stundum að fá boltann yfir okkur - hefði verið hægt að sleppa við það bara með því að segja t.d.; "Starki: bakkaðu aðeins"!

Við misstum boltann soldið oft á miðsvæðinu, og þeir fengu þar með skyndisóknir. En ég var samt ánægður með spilið, létum boltann oft rúlla massa vel og í fáum snertingum. Miðað við að okkur vantaði einhverja menn, æfingarnar í vikunni voru lala og að við vorum að spila við sterkt lið - þá hljótið þið að sjá að við getum gert góða hluti í þessu Reykjavíkurmóti.

- - - - -

Engin ummæli: