miðvikudagur, 26. mars 2008

Utanlandsferðin!

Æfingaferð til Albir á Spáni júní 2008 !!

Kæru iðkendur 3. flokks, foreldrar og forráðamenn!

Undanfarnar vikur höfum við verið að skipuleggja æfingaferð fyrir flokkinn. Margt hefur verið skoðað og niðurstaðan er vikuferð til Albir á Spáni. Það sem var lagt til grundvallar var að þetta væri æfingaferð til undirbúnings fyrir átök sumarsins því leituðum við að góðri æfingaaðstöðu fyrir daglegar æfingar, 3-4 æfingaleiki við góð lið, ferð í júní, auk aðstöðu til að gera sér eitthvað til skemmtunar.

Flogið verður til Alicante og farið með rútu til Albir þar sem gist er á íbúðahótelum 3-4 saman í íbúð. Fullt fæði er á staðnum.

Þetta er sama staðsetning og yngra árið fór til í fyrra.

Kostnaður ferðarinnar er um kr. 100.000 + gjaldeyrir.

Við erum í samningaviðræðum varðandi verðið á fargjaldinu – erum að reyna að lækka það og því er dagsetningin ekki alveg niðurnelgd – verður annað hvort: 12.-19. júní eða 14.-21. júní.

Við þurfum hins vegar að biðja ykkur að skrá ykkur í ferðina og mjög fljótlega að greiða inn á hana. Skráningar sendist á ashildur@marel.is sem fyrst.

Fyrirkomulagið verður með sama sniði og hefur verið í vetur þ.e. æft í tveimur hópum með sitt hvorum þjálfaranum. Auk þess fara með tveir fararstjórar. Það eru þeir Grétar Jónasson og Steinar Harðarson.

Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband við Áshildi í síma 895-9240 eða sendið póst ashildur@marel.is

Með bestu kveðju,
F. h. foreldraráðs og þjálfara 3. flokks
Áshildur og Örnólfur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

verður æft í sitthvoru lagi á Spáni ?
eða æfa allir saman a og b ?
ef það verður æft i sitthvoru hver þjalfar þá b ?

Nafnlaus sagði...

örnólfur og Dóri munu væntanlega fara sem þjálfarar til spánar. við erum ekki komnir með lokafjölda á leikmönnum en báðir þjálfarar verða örugglega með æfingarnar og verður örugglega æft saman á sama tíma, en væntanlega munu hóparnir eitthvað æfa sér. skil samt ekki alveg hvaða stress er í sambandi við þetta, æfingaprógrammið kemur svo betur í ljós þegar nær dregur ferðinni, sem og hótelskipuleg!! ok sör. og plís, ef menn eru að spá í einhverjum atriðum þá er minnsta mál í heimi að bjalla, meila eða hitta á okkur og spyrja. .is