Jess sir.
Eigum við að ræða hvað veðrið var klikkað í gær - eigum við líka að ræða hvað ég fékk á mig ódýr mörk. Get nefnt hanskaleysi, linsuleysi, var í hlaupaskóm og úlpunni, slappur í hnénu, ekki búinn að hita upp og menn sögðu "jesús" í staðinn fyrir "kemur"! Verð samt að bæta mig og redda hönskum fyrir mig og Dóra, þar sem að Orri og Krissi eru báðir frá í einhvern tíma.
Alla veganna, þriðjudagur í dag! Við tökum smá hlaupatest á Laugardalsvellinum, kíkjum svo aðeins á sparkvöllinn, og endum í meistaradeildargúffi niður í Þrótti:
- Hlaup + sparkvöllur - B hópur - kl.17.00 - 18.20.
- Liverpool v Arsenal - vídeóherbergið niður í Þrótti - kl.18.45 - 20.30.
Við hittumst allir fyrir utan Laugardalsvöllinn (aðal inngang) tímanlega og förum saman inn. Ef menn eru seinir þá verða þeir að hringja í mig annars komast þeir ekki inn! Koma með góða skó að hlaupa í og jafnvel ipod ef ykkur finnst það betra.
Nóg að mæta með 500kr ef þið eruð með í pedsu, annars geta menn komið með eitthvað annað að gúffa. Getið tekið sturtu niður í Þrótti eða heima - sveittum mönnum verður meinaður aðgangur :-/
Sjáumst í dag,
Áfram Liverpool.
Ingvi og Dóri
p.s. langbest að klára hlaupið í dag, en ef menn komast ekki eða eru meiddir þá taka þeir það næst þegar þeir koma á æfingu! En meiddir menn eru velkomnir að horfa á leikinn!
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
sveittum mönnum verður meinaður aðgangur :-/ í alvöru ? eða er þetta djok !?
þetta er semi-alvöru. þið eigið alveg að ná að hlaupa heim í sturtu, tökum bara snöggt mót á sparkó! þaggi. .is
maður nennir ekkert að fara heim og aftur niður í Þrótt !!
Takið þá bara sturtu niðrí Þrótti :-)
hvenær kemur skemmtileg færsla aftur, einsog hjá þessum Leifssyni?
shjet gaurar það vill enginn hafa eikkerja sveitta gaura vil hliðiná sér að horfa á leik og borða petsu, það er bara viðbjóðslegt!
-Tolli
má kjellinn ekki mæta í pedsuna og á leikinn
Nonni
ertu þá að meina að maður þarf pottþétt að fara i sturtu ? engin undantekning !
ble. ekki málið nonni, og jú, auðvitað eru gefnar undantekningar. en menn verða samt að fara að venja sig á meiri hreinlæti - þaggi! áfram liverpool. .is
hvað með umfjöllunina eftir KR leikinn ? :/
ah, kemur í kvöld. .is
Skrifa ummæli