Ble.
Takk fyrir síðast. A liðið tapaði naumlega fyrir Leikni í gær, en við kláruðum okkar leik - hefðum getað gert það aðeins meira sannfærandi en lokatölur 3-1 sigur. Náðum ekki að slútta leiknum alveg nógu vel, menn týndust í sitt hvora áttina, þrír í gallabuxum (refsing) en klefamál voru ekki nógu töff - þannig að við röbbum bara betur saman í kvöld. Vona svo að þeir sem mættu hjá Dóra í gær hafi tekið vel á 4.fl guttunum!
En það er æfing í kvöld, þriðjudag, hjá B hóp:
- Æfing - B hópur - Gervigras - kl.18.30 - 20.00.
Langt síðan þetta hefur komið en; er með nýtt trix! sem og nýja þraut. Og ef ég kem ekki með cameruna til að klára myndirnar skal ég (dóri réttara sagt) fara heim og ná í hana! Sem sé úber hress æfing í aften.
Held að ég fari örugglega með rétt mál með að vöðvafesting hafi slitnað hjá Danna Ben í leiknum í gær (ca.3 sek eftir að hann skoraði), vonum að það sé ekki alvarlegt og hann verði ekki lengi frá.
Sjáumst svo hressir í kvöld,
Ingvi og Dóri.
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Heyrðu ég kem bara þegar handboltaæfinginn er búin um svona 19:10 er það ekki allt í lagi?
kemst ekki á æfingu ætla að hvíla
-úlfar
hei ég er enn veikur svo að ég kom ekki á´æfingu í dag
mikki p
Skrifa ummæli