Sæler (allir að taka fimm og lesa alveg niður).
Reykjavíkurmótinu laug í dag með þremur leikjum við Fjölni. Læt duga að fjalla um seinustu tvo leikina (Örnólfur skrifar örugglega um þann fyrsta á hinu blogginu).
- B liðs leikurinn var frekar skemmtilegur og náðum við forystu með virkilega nettu marki frá Adda K. Fjölnismenn misstu svo mann útaf en náðu samt að jafna og halda út einum færri. Bæði lið fengu góð færi en niðurstaðan 1 - 1.
Við enduðum mótið í þriðja sæti (unnum ír, leikni og víking - jafntefli í dag v fjölni og töpuðum með einu marki fyrir fylki og kr (sem enduðu fyrir ofan okkur)). Sjá hér!
- C liðs leikurinn var þvílíkur markaleikur og komumst við í stöðuna 4 - 2 og vorum að spila afar vel - við breyttum liðinu náttúrulega mikið en þrátt fyrir fína innkomu flestra þá misstum við tökin á leiknum, gáfum ca.2 mörk og endaði leikurinn 4 - 5 fyrir Fjölni. Veit af menn vildu fá meiri tíma inn á, flestir áttu það skilið (sumir búnir að æfa lítið) - en ég vinn í því, þ.e. fer að bóka nokkra æfingaleiki því Íslandsmótið hefst 10.júní. Menn börðust vel, fóru í tæklingar en duttu ekki í neitt bull (eins og sumir leikmanna fjölnis). Matti handleggsbrotnaði víst illa - hugsum vel til hans, og ég læt ykkur betur vita hvernig það fer.
Við enduðum í neðsta sæti af fimm í þessu móti - þrátt fyrir 3 nokkuð góða leiki þar sem við töpuðum öllum með einu marki (v kr, fylki og fjölni í dag og svo einn skell v fjölni 2). Sjá hér!
Kem með venjulega skýrslu um þessa leiki, auk þess sem við skuldum víkings og fjölnis 2 leikinn.
En við þurfum aðeins að spá í hlutunum - við töpum alls fimm leikjum með einu marki og yfirleitt á loka mínútunum. Við setjum fullt af flottum mörkum en náum ekki að landa sigri. Hugafar og einbeiting í leikjunum sjálfum er eitt, æfingasókn er líka einn punktur (apríl mætingin kemur á morgun). Við "stúderum" þetta og mætum þokkalega flottir í Íslandsmótið.
- - - - -
1. Gott frí á morgun, sunnudag. Mæli með að menn láti sjá sig á "Laugarnes á ljúfu nótunum" við Laugarneskirkju kl.14.00 - 16.00 - örugglega einhverjir að vinna þar, svo er fullt af einhverju dóti, pullur og soddann!
2. Svo er það meistaraflokks leikur á mánudaginn v FH kl.19.15 á Valbirni (frí á æfingu).
3. Æfing og smá "sumarfundur" á þriðjudaginn.
4. Og loks Úrslitaleikur meistaradeildarinnar á miðvikudag (frí á æfingu).
Líf og fjör.
Ingvi
- - - - -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
B-liðið var í 3ja sæti.. fáum við engar medalíur?
held að það sé bara gull og silfur hjá ksí :-/ .is
ég losna ekki við gifsið fyrr en 30. júní og kem kannski að horfa á æfingar þangað til
Matti
váá hvað það er fáránlega lélegt að 3ja sæti fái engar medalíur..
fáið pokadjús í staðinn á þriðjudaginn :-) hvernig hljómar það? og jafnvel carmel kex með! .is
vúhú ég er til! :D
mmmm carmel kex =)
neee ég segji heilsu kex sonna hafra dæmi... :D
.....bara djók :P
-Tolli
Skrifa ummæli