fimmtudagur, 29. maí 2008

Fös!

Sælir meistarar.

Lala æfingin í gær - ansi margir að ballast eða skólast eitthvað. En traust hjá sumum að mæta þó þeir hafi farið aðeins fyrr. Ég kom seint og fór fyrr. Og var víst líka með ekki nógu hressar æfingar :-/ Ánægður með Tryggva að koma með poweradið - hver tók það annars?

Trúi ekki að menn séu lengi í skólanum í dag, föstudag. Æfum þess vegna ansi snemma:

- Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.15.00 - 16.30.

Snöggir að láta mig vita ef þetta er of snemmt (komið með góð rök samt). Látið þetta annars berast á alla og við tökum vel á því, því (tvö því í röð: má það?) við tökum okkur helgarfrí (rím). (djöfull er ég að grilla).

Kem með félagaskírteini á alla leikmenn, en menn verða að mæta með þau á mfl leiki héðan í frá, annars þarf að borga inn! Ath - Þróttur v Keflavík á sunnudaginn kl.19.15 á Valbirni.

Held líka að Þróttarablaðið komi út á morgun, reynum að dreifa því líka.

A liðið keppir svo við Grindavík kl.20.00 í kvöld, held á "Suddanum" (suðurlandsbraut) - Við mætum klárlega allir og kíkjum á þá.

Sjáum ykkur á eftir peyjar (eins og g.odds myndi segja).
Ingvi og Dóri.

- - - - -

1 ummæli:

Unknown sagði...

var i skolanum