föstudagur, 30. maí 2008

Helgin!

Jó.

Það er skollið á feitt helgarfrí í boltanum. Mæli með golfi eða "tönun" í lauginni!

A liðið vann Grindavík í gær, 2 - 0 og er því búið að vinna fyrstu tvo leikina sína á Íslandsmótinu, sem er snilld.

Á sunnudaginn er svaðalegur leikur í mfl: Þróttur v Keflavík - kl.19.15 á Valbirni.
Möst að láta sjá sig þá. Langflestir eru komnir með félagsskírteinin, en maður verður að sýna það til að fá frítt á völlinn (smessið á mig ef ég á að koma þeim á ykkur).

Kíkið svo á nýja Laugardalsblaðið, myndin af okkur slapp alveg.

Sé ykkur svo á mánudaginn, og þá er líka júní mættur á svæðið :-)
Ingvi og co.

- - - - -

Engin ummæli: