mánudagur, 26. maí 2008

Mán!

Sælir meistarar.

Það er loksins klárt hvenær FH leikurinn er; hann verður á morgun, þriðjudag, kl.18.30 á gervigrasinu þeirra (persónulega aldrei spilað þar).

Þannig að við æfum allir saman í kvöld, mánudag, býst við þvílíkri mætingu: gerum okkur klára fyrir leikinn á morgun, og líka langt síðan sumir létu sjá sig! Og gleymdi að segja að það er myndataka fyrir Þróttarablaðið eftir æfinguna.

- Mán - Æfing - B hópur - Gervigrasið - kl.19.00 - 20.30.

Mikki tekur refsingu þar sem frændi hans skoraði á móti þrótti í gær! Tryggvi og Kristó taka líka refsingu fyrir að skemma indiana jones fyrir mér! Dóri verður með í púlinu þar sem hann hefur lítt mætt að undanförnu. Og loks tekur Orri líka refsingu (finn örugglega ástæðu í kvöld :-)

Sé ykkur hressa,
Ingvi og Dóri

- - - - -

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

veikur

-orri

Nafnlaus sagði...

hvaðahvaða. hendir þá í þig ca.1/2 líter af lýsi þannig að þú verðir klár í leikinn á morgun! þaggi. .is

Nafnlaus sagði...

hey var að spá, fá þeir sem spiluðu lítið á laugard. að spila á mrg?

Nafnlaus sagði...

þá verður hann bara ennþá veikari
kv úlli

Nafnlaus sagði...

er marinn á brjóstvöðva eftir hjóla/bílaslys þannig ég kem ekki á æfinguna í dag en ég heyri betur í þér á morgun


Sindri

Nafnlaus sagði...

jamm, býst við að þeir sem byrjuðu útaf á laug spili á morgun, ef þeir eru klárir. og jamm, bjallar í mig í kvöld/hádegi á morgun sindri. .is

Nafnlaus sagði...

ég kem ekki á æfingu.. mætti líka í gær og á leikinn og ætla bara að taka chill í dag og læra eða eitthvað..
-Daði Þór