miðvikudagur, 18. júní 2008

ATH!

Sælir strákar. Svona lítur þetta eiginlega út:

- Æfingin í gær: Viktor B, Tryggvi, Stefán Tómas, Arnar Kári, Jóel, Kormákur, Bjarki B, Jónmundur og Bjarki Steinn mættu; alls 9 leikmenn! Daði og Hákon voru að vinna. Danni meiddist í vinnunni. Tolli meiddist á hjóli. Krissi var á handboltaæfingu. Úlli, Starki og Emil eru úti. Og veit ekkert um Guðmund Andra, Mikael Pál, Guðlaug Þór, Einar Þór, Stefán Karl, Pétur og Ásgeir.

- Leikurinn í gær: Sýndist sjá nokkra hressa á leiknum, auk þess sem Dóri sá um stúkuna eins og vanalega. Frekar leiðinlegt að tapa svo í vítaspyrnukeppni (líka skandall að ég hafi ekki fengið að taka víti).

- Ferðin um helgina: Það eru 9 klárir, einhverjir að spá, slatti sem kemst ekki og allt of margir sem eru ekkert á þeim buxunum að fara. Sem þýðir eiginlega að við verðum að "offa" ferðina, sem er virkilega sorglegt. Dagskráin leit vel út og þetta hefði verið topp ferð. Það er samt möguleiki er að stytta hana um eina nótt - Heyri vonandi í fleirum og set staðfest plan á bloggið í hádeginu.

- Dagurinn í dag: Það er frí á æfingu í dag, fimmtudag. Ef ekkert verður af ferðinni (eða hún farinn á laugardag), þá æfum við á morgun, föstudag. Minni á fyrsta leikinn í átta liða úrslitum EM í kvöld!

- Íslandsmótið: Við eigum næst leik á þriðjudaginn kemur í eyjum v ÍBV. Farið verður fram og tilbaka með flugi. Meira um það á mánudaginn.

- - - - -

Strákar - Er frekar súr yfir mætingunni í vikunni og skráningunni í ferðina um helgina. Við erum að reyna að standa okkur og hafa þetta flott og skemmtilegt, en það er erfitt ef samstaðan er lítil. Auðvitað eru forföll en ég hélt að við værum með það stóran hóp og það marga á landinu að þetta yrði "töff". En ég er kannski að taka of mikið "drama" á "etta"!

Tjáið ykkur endilega í commentinum ef þið hafið eitthvað að segja.
En annars bið að heilsa ykkur í bili.
Ingvi

- - - - -

Engin ummæli: