þriðjudagur, 10. júní 2008

Fim - foreldrabolti!

Heyja.

Virkilega ánægður með menn í morgun - 14 leikmenn mættu eldhressir (mismikið þó) klukkan sjö (nokkrir tæpir en fengu sjens þar sem þetta var fyrsta morgunæfingin). Sindri stóð sig og kom með powerade, sem Símon vann. Og svo réðust úrslitin í spilinu klárlega á minni markvörslu!

- - - - -

En það er sem sé loksins staðfest: foreldrabolti á morgun, fimmtudag, kl. 18:00-19:00 á þríhyrningnum (mæting þanngað) og síðan grillaðir hamborgarar kl. 19:00-19.30 niður í Þrótti :-)

Hammari og drykkur kostar 500kr.- á kjaft (og það verða alvöru borgarar- 120 gramma kvikindi).

Bara hvetja alla foreldra að mæta. Spilfærir foreldrar verða með í mótinu, aðrir hjálpa kannski að grilla! Dragið gamla settið á svæðið (systkinin líka), þetta er svo miklu skemmtilegra ef sem flestir koma. Þetta er jafnframt síðasti "hittingur" fyrir spánarferðina.

Ég og Dóri verðum reyndar með okkar eigið lið (flair utd, sem vissulega vinnur mótið, þannig að spennan er aðallega um annað sætið).

Sjáumst spræk.
Ingvi - Dóri og Örnólfur

p.s. sigurliðið í hittihittihittifyrra! Benni, Benjamín og Grétar hljóta að láta sjá sig!

- - - - -

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

yrði töff ef danni myndi mæta með þessa húfu á morgun! .is

Nafnlaus sagði...

hey var að spá er Jens ekki bannaður í boltanum hahaha:D
og er ekki mamma jóels með rautt síðan í fyrra þegar hún straujaði miig og ég meiddist hahaha??
kv . Hunky


líta aðeins á þaaað!

Nafnlaus sagði...

mamma hans jóels fékk bara árs bann þannig að hún er lögleg. en ég spila ekki ef jens er með, það er klárt! hendum honum í grillið :-) .is

Nafnlaus sagði...

er þetta seinasta "æfing" eða svona "uppákoma" fyrir spán?

Nafnlaus sagði...

HALLÓ ÉG (PÉTUR) kemst ekki á æfingu á mrg föstudaginn því að ég verð að vinna :/...