þriðjudagur, 10. júní 2008

Íslandsmótið v FH2!

Jamm.

Fyrsti leikur í Íslandsmótinu hjá B liði í gær - byrjum helduru betur af krafti. Tókum leikinn örugglega 6-1. Allt um hann hér:

- - - - -

Mótherjar: FH2
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Þriðjudagurinn 10.júní 2008.
Tími: kl.20.00 - 21.20.
Völlur: Kaplakriki.

Dómari: Ungt dómaratríó sem stóð sig virkilega vel.
Aðstæður: Völlurinn virkilega góður, sléttur og fínn. Og veðrið eiginlega perfect.

Úrslit: 6 - 1.
Staðan í hálfleik: 3 - 1.
Mörk: Flóki 2 - Anton Sverrir - Arnar Kári - Sindri - Daníel Örn.
Maður leiksins: Nonni.

Liðið:

Orri í markinu - Kristó og Kobbi (f) bakverðir - Úlli og Nonni miðverðir - Gulli og Tolli á köntunum - Anton djúpur á miðjunni - Kommi fremmri miðja - Flóki og Tryggvi frammi. Varamenn: Addi K, Sindri, Viktor Berg og Daníel Örn.

Frammistaða:

Flestir leikmenn voru að spila vel á sinni getu og gáfu lítið eftir í öllum leiknum. Orri var í fínum málum í markinu og vörnin var öll mjög traust. Miðjann vann vel og menn kláruðu færin sín vel. Tryggvi afar duglegur en náði ekki að klára. Varamenn áttu allir fína innkomu, sérstaklega Sindri sem stimplaði sig vel inn í liðið og átti líka snilldar mark.

Almennt um leikinn:

Þrjú mörk í hvorum hálfleik hjá okkur gerðu eiginlega út um leikinn. Þess á milli vorum við frekar "massífir" og gáfum lítið eftir.

Nokkrir punktar sem við hefðum getað gert betur: Bakkað félagann betur upp í skallaboltum - Skjóta meira á markið - Gulli þarf að passa þversendingar - Hefðum mátt lesa þá betur, þeir reyndu mikið að senda háa bolta í gegn en voru ekkert rosa fljótir frammi - Það vantaði aðeins fleiri krosshlaup hjá okkur - Bakverðir meira með.

Áttum miðjuna algjörlega og áttum fullt af góðum sendingum í gegn.

Það vantaði Bjarka Stein og Guðmund Andra, auk þess voru nokkrir leikmenn í útlöndum, og fyrir utan það voru margir sterkir leikmenn þar fyrir utan. Þannig að við getum vel við unað og verðum svo vel ready fyrir næsta leik, sem er við ÍBV.

- - - - -

Engin ummæli: