þriðjudagur, 24. júní 2008

Mið!

Sælir meistarar.

Gef hér með leyfi til að "hrauna" vel á mig þar sem að æfingaplanið mitt er í molum þessa daganna (hádegisæfing á síðasta mán og afar sein kvöldæfing á morgun). Sem sé:

- Mið - Æfing - B hópur - TBR völlur - kl: strax eftir undanúrslitaleikinn í EM!

Við komum afar seint frá eyjum þannig að við "offuðum" morgunæfinguna - Náum ekki að hafa æfinguna fyrir EM undanúrslitaleik Þýskalands og Tyrklands (margir að vinna, völlurinn upptekinn) þannig að við prufum þetta svona á morgun. Ef það er engin framlenging þá hefst reitur ca.20.45, en annars ca.21.30. Bæði bara töff tímar :-)

Látið þetta endilega berast til félaganna. Æfingin verður í léttari kantinum svo menn mæti ferskir til vinnu á fimmtudaginn! Þeir í A hóp sem hafa lítið getað mætt eru velkomnir.

Flottur sigur áðan á móti ÍBV, og einnig fínn sigur í bikarleiknum hjá A liðinu á mánudaginn. Menn fengu svo 3 leiki á mann úti á spáni - Við erum í góðum málum strákar, bara halda svona áfram. Nokkrir leikmenn komnir úr fríi, fáum þá í gang aftur.

Sé ykkur eldhressa á morgun,
Áfram Þýskaland.
Ingvi og Dóri.

- - - - -

p.s. starta hér smá "utanlands" lista, megið commenta ef ég er að gleyma einhverjum á honum: Daði Þór - Úlfar Þór - Mikael Páll - Emil Dagur.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er veikur
sindri

Nafnlaus sagði...

er meiddur

-Orri

Nafnlaus sagði...

er að vinna :(
kv.arnar kári

Nafnlaus sagði...

ætla að hvíla í dag...

Viktor Berg.

Nafnlaus sagði...

ég er uppgefinn
kv.danni

Nafnlaus sagði...

ég er að fara uppá fjall á morgun :( þarf að gera mig til og þannig. Ég kem heim aftur 1.júlí
Kv. Starki

Nafnlaus sagði...

Áfram Tyrkland.

Nafnlaus sagði...

kem ekki á æfingu er veikur

Nafnlaus sagði...

kv.hrafn

Nafnlaus sagði...

Ég komst ekki því ég var að fara í matarboð.