þriðjudagur, 24. júní 2008

Íslandsmótið v ÍBV!

Jamm.

Þokkalegt road trip hjá okkur í gær - lögðum leið okkar til að eyja að etja kappi við ÍBV. Til að gera langa sögu stutta þá unnum við 4 - 0, nokkuð sannfærandi, og erum komnir með 6 stig takk fyrir. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Mótherjar: ÍBV.
Tegund leiks: Íslandsmótið.
Lið: B lið.

Dags: Þriðjudagurinn 24.júní 2008.
Tími: kl.20.00 - 21.40.
Völlur: Þórsvöllur í Vestmannaeyjum.

Dómari: Bara ótrúlega flott dómaratríó sem stóð sig vel (maður er stundum hræddur að fá algjöra heimadómara þegar maður fer út á land en svo var alls ekki í dag).
Aðstæður: Veðrið var geggjað, of heitt ef eitthvað og völlurinn ansi sléttur og góður.

Úrslit: 4 - 0.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.

Mörk:
Tryggvi 4.
Maður leiksins: Orri.

Liðið:

Orri í markinu - Kristó og Stebbi bakverðir - Gummi og Jónmundur miðverðir - Bjarki Steinn og Arnar Kári á köntunum - Bjarki B og Tolli á miðjunni - Danni Örn og Tryggvi frammi. Varamenn: Mikael Páll, Viktor Berg, Jóel, Kristján Orri og Símon.

Frammistaða:

Menn voru flestir að standa sig vel í dag, og berjast fyrir þessum sigri.

Orri átti flottann leik í dag, bara halda áfram á þessu róli. Danni og Tryggvi voru virkilega hættulegir frammi og sá síðarnefndi setti bara upp veislu. Bjarki B var flottur á miðjunni og dreifði spilinu vel - Þeir sem komu inn á stóðu svo algjörlega fyrir sínu og kláruðu leikinn.

Þannig að ég get bara verið sáttur við menn í dag - ef við spilum eins í næsta leik þá eigum við klára hann.

Almennt um leikinn:

Þrátt fyrir slakar 10 mín í byrjun hvers hálfleiks - þá kláruðu menn algjörlega dæmið í dag - mættu eftir langt ferðalag og börðust eins og ljón og ætluðu klárlega að fara heim með 3 stig.

Fyrri: Áttum fullt af færum - þurftum að loka vel á boltamanninn hjá þeim - fara á hægri bakvörðinn sem átti ekki góðann dag - þurfum að bakka betur upp manninn sem fer upp í skallaboltann - vorum smá sauðir að hreinsa boltann, hann fór of oft á miðjuna til þeirra - vantaði stundum kraft í sendingarnar hjá okkur - en annars tókum við nokkuð vel á þeim og fengum fullt af sjensum.

Seinni: Það vantaði stundum að finna félagann frammi - við komumst oft 4 á 3 á þá en í staðinn fyrir að gefa boltann út á kant þá óðum við með hann sjálfir og í fangið á þeim - Við gáfum boltann of oft í þessum hálfleik líka - þeir voru líka bara með 3 í vörninni í lokinn og við hefðum átt að gera mun betur að fara í gegnum þá - vorum hugsanlega of "graðir"!

En kláruðum dæmið örugglega - Orri átti topp leik í markinu og setti tóninn fyrir hina - við vorum hættulegir í föstum leikatriðum, þurfum að byggja á því.

Nú þurfum við bara að æfa eins og menn - fá skýra mynd á liðið sem keppir næst, en það er móti KR eftir ca. eina og hálfa viku. Áfram með etta, ánægður með ykkur.

- - - - -

Engin ummæli: