sunnudagur, 1. júní 2008

Ýmislegt!

Sæler.

Þrennt í "essu":

1. Fjáröflun - klósettpappírssala! Þá er komið að annarri fjáröflun - en það er hefðbundin klósettpappírssala. Upplagt að nota tækifærið og safna fyrir þátttökugjaldinu á ReyCup og/eða fyrir smá gjaldeyri fyrir utanlandsferðina og/eða fyrir innanlandsferðinni 19.júní! Klósettpappírinn er frá PAPCO (sama gerð og síðast, hvítur, mjúkur) 200 blöð á rúllu, 48 rúllur í pakkningu kr.2.500.- (kr. 1.500 sölulaun).
Eldhúspappír 24 rúllur í pakkningu kr. 2.500.- (kr. 1.500 sölulaun).

- Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 5. júní á e-mail: ashildur@marel.is
- Afhending: Föstudaginn 6. júni kl.16:30 - 17:00 hjá Félagshúsi Þróttar
- Greiða þarf fyrir afhendingu kr. 1.000 pr. selda pakkningu inn á reikn: 1110-26-010708 kt: 100962-2769 kvittun sendist á ashildur@marel.is Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband við Áshildi í síma 895-9240.

2. Félagaskírteini - Þessa dagana er verið að dreifa á iðkendur yngri flokkana í Þrótti Félagaskírteinum. Þetta skírteini gildir inná heimaleiki mfl. karla og kvenna og er aðeins fyrir iðkendur í Þrótti 16. ára og yngri. Viljum við biðja ykkur að hafa þessi skírteini meðferðis á leikjum og sýna við innganginn.

3. Æfingagjöld – Þann 1. júní hefst nýtt æfingagjaldatímabil. Viljum við biðja þá sem ætla sér að nota frístundakortið að nýta sér það sem fyrst eftir 1. júní. Fljótlega eftir það verða síðan sendir greiðsluseðlar á alla sem ekki nýta sér styrkinn v/greiðslu æfingagjalda. Allar nánari upplýsingar um æfingagjöld fást hjá innheimtufulltrúa Þróttar á netfangið innheimta@trottur.is

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvenær kemur mánudagsæfingin inná bloggið ?!