föstudagur, 20. júní 2008

Þrið - leikur v ÍBV!

Jamm.

Mætingin slapp í hádeginu, nokkrir létu mig svo vita en heyrði ekki í slatta! Minni svo á mfl leikinn í kvöld upp á skaga (kl.19.15 - rútur frá þrótti ca.kl.18.00, kostar 500kr - láta sjá sig).

En á morgun, þriðjudag, er einn leikur hjá okkur í Vestmannaeyjum. Við munum fara með einkabílum frá Þrótti á Bakka (ca.90 mín akstur) og taka þar flug yfir í eyju (ca.8 mín flug). Allt planið er hér fyrir neðan:

- Mæting niður í Þrótt kl.16.00 niður í Þrótt, farið á einkabílum og komið á Bakka ca.kl.18.00. Leikurinn hefst svo kl.20.00 og flug tilbaka strax eftir leik. Heimkoma ca.um miðnætti.

- Eftirfarandi leikmenn eiga að mæta: Orri - Bjarki B - Guðmundur Andri - Bjarki Steinn - Daníel Örn - Kristófer - Jónmundur - Tryggvi - Jóel - Viktor Berg - Stefán Tómas - Arnar Kári - Mikael Páll - Þorleifur - Kristján Orri - Símon.

- Koma með: eitt gott nesti, 1500kr (fyrir flugið), smá pening fyrir "sammara" eftir leik og allt dót (takkaskó, legghlífar, hvíta sokka, hvítar stullur, upphitunargalla og towel).

Þá held ég að allt ætti að vera skýrt.
Það er frí á æfingu hjá öðrum.
Sé ykkur,
Ingvi og co.

p.s. þarf svo að fá staðfest úrslit og markaskorarar frá spáni, og ekki gleyma fríhafnarnammisskammtinum mínum!

- - - - -

Engin ummæli: