miðvikudagur, 16. júlí 2008

Fim!

Sælir félagar.

Nokkuð góð mæting í morgunsárið. Sá svo nokkra "ferska" á leiðinni í vinnuna (flóki, stebbi og danni eiga alla veganna inni 1 boot camp hring). Minni á reglu nr.3 hér fyrir neðan (til hægri) - soldið margir að klikka á henni. Menn fengu svo drykkina sína borgaða en Flóka powerade var bara settur í keppni, sem Tryggvi (loksins) og Sindri tóku.

Það var víst enn betri mæting í gær (tímasetningin hugsanlega factor) - en tek á mig mitt skróp.

Það gengur illa að redda leik strákar. Menn með leiki í gangi eða eiga ekki í lið. Tek það audda á mig en við gerum bara gott úr því (reyni samt áfram).

Ætlum að taka góðann innbyrðisleik á morgun, fimmtudag. Hittumst niður í klefa 2 þar sem við skiptum í tvö jöfn lið, finnum okkur svo völl og tökum á því.

- Fim - B hópur - Mæting niður í Þrótt kl.19.45 - Búið ca.21.30.

Held að langflestir eiga að vera í bænum, veit samt um nokkra í fríi - En möst að vera 22! Endum svo á einhvers konar drykk, og menn geta líka skellt sér í ísbaðið vinsæla!

Skoðið svo vel Rey Cup spjallið sem kemur seinna í dag á síðuna.
Sé ykkur á morgun,
Áfram Í_!
Ingvi og Dóri.

- - - -

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er ad fara i matarbod i njardvik um kvöldid og næ örugglega ekki ad mæta
-Danni

Nafnlaus sagði...

ég veit ekki hvort ég næ að koma útaf vinnu, ég skal reyna að fá frí útaf þessu en ef það er ekki hægt þá get ég ekki mætt